Eimreiðin - 01.09.1962, Síða 48
Mannsævin er ekki svo löng
Helgi Valtýsson rithöfundur varð
85 ára þann 25. október síðastliðinn,
og í tilefni af því birtast liér nokkur
ný kvæðabrot eftir hann, og á afmæl-
inu kom út úrval úr ljóðum hans á
forlagi Helgafells.
Helgi er lesendum Eimreiðarinnar
að góðu kunnur, enda hefur hann á
undanförnum áratugum skrifað í ritið
ótal sögur og greinar, meðal annars
söguþættina „A Dælamýrum", sem
mikla athygli vöktu á sinni tíð.
Helgi Valtýsson hefur verið kunnur
og mikilvirkur rithöfundur frá því
skömmu eftir aldamót, en 1907 kom
fyrsta ljóðabók hans út. SíSan hefur
hann gefið út margar frumsamdar
bækur, ljóð, smásögur og fleiri rit,
svo sem Söguþætti landpóstanna, Á
hreindýraslóðum og fleira, auk þcss
sem hann hefur skrifað mikinn fjölda
ritgerða í blöð og tímarit, bæði ís-
lenzk og norsk. Þá hefur hann og
þýtt margar bækur.
Um tvítugsaldur fór Helgi til Nor-
egs og dvaldist þar við nám árin 1897
til 1900 og lauk þar kennaraprófi.
Árið 1903—04 var hann stundakennari
stúdenta í Osló. Einnig stundaði hann
kennslu og skólastjórn við ýmsa skóla
hér á landi eftir heimkomuna um
aldamótin, en fór svo enn til Noregs
1913 og dvaldist þar til 1920. Þann
tíma vann hann bæði við kennslustörf,
blaðamennsku og fór fyrirlestraferðir
víðsvegar um Noreg. Eftir heimkom-
una stundaði hann enn kennslu og
vann ýmis önnur störf, meðal annars
var hann forstjóri líftryggingafélags-
ins Andvaka um áratug.
Helgi Valtýsson gaf sig mjög að fé-
lagsmálum eftir að liann kom
frá Noregi um aldamótin, og ''al r.
af frumherjum ungmennafélags
ingarinnar hér á landi, stofnaSi ^
faxa og var ritstjóri hans i
Einnig var liann um skeio 1 inr)
Unga íslands og fleiri blaða-
hefur nú verið búsettur á Akurey ^
langt árabil og einkum gefi® sln
ritstörfum. —,j ](tt
Þrátt fyrir árin hefur kerling ]
bugað Helga. Hann er enn 1111 ^aflS
anda og frár á fæti, en raunsæj^. ^
hefur þó bent lionum á, að 111 ^
kominn til þess að liann fari a