Eimreiðin - 01.09.1962, Page 59
EIMREIÐIN
Þar var söngvasveinninn fccddur,
sigurmœtti djúpum gceddur,
óx þar upp til manns,
þar var ncerð hans þrá og valiin,
þangað verður einnig rakinn
frcegðarferill hans. —
Ungur fór liann yfir hafið
örlaganna þoku vafið,
sigldi krappan sjó.
Studdi hann af mcetti og mildi
móðir bezt, er fann og skildi,
hvað með honum bjó.
Þar sem lögin fyrstu fceddust,
frama- og dáðavonir glœddust,
undi andinn bezt.
Heima þar var margs að minnast,
margt, sem enginn fékk að kynnast,
lá þar fólgið — flest.
Þar er líkt og þögnin tali
þyrstum huga frói, svali
niður nótt og dag. —
Greindi hann raddir gamalkunnar
glöggt, er liljómsveit náttúrunnar
umdi „íslands lag“.
Ytra var hann oft að dreyma
ceskubyggð og dalinn heima
fjöll og skrautleg ský. —
íslendingur cetíð var hann;
ceskustöðva merki bar hann
anda og verkum í.