Eimreiðin - 01.09.1962, Page 72
248
EIMREIÐIN
til að hvílast. Hann beið þess að
herra Ming kæmi að munnhöggv-
ast, en hann var hvergi smeykur.
Hann púaði vindlum í gríð og erg,
eins og hermaður að unninni or-
ustu. Hann beið langa hríð, en
herra Ming lét hvergi á sér kræla.
Herra Ming ætlaði sér ekki yfir
um, því að nú þótti honum herra
Yang ekki jafn óþolandi og fyrr.
Þegar hann sá mélbrotið glerið,
leið honum ekki svo afleitlega, þótt
hann væri ekki beinlínis kátur.
Honum kom nú í fyrsta skipti til
hugar, að nauðsynlegt kynni að
reynast að áminna börnin um að
stela ekki blómum framvegis. Hon-
um hafði aldrei fyrr dottið það í
hug, sama á hverju hafði geI1§'
það voru glerbrotin, sem ön<
;ið;
duðu
að honum hugmyndinni.
þetta í huga varð honum hugsa
til frú Yang, og hann hlaut að haW
mann hennar. En að hata mann o^,
geta ekki afborið hann er eh 1
eitt og hið sama. Svo mikið var
honum búið að lærast. Hatrið heI
keim aðdáunar.
Daginn eftir var sunnudagur-
Herra Yang lireinsaði til í blóma
garðinum, og herra Ming settl
nýjar rúður. Það virtist óvenju ffl
sælt í heiminum, og mannkyn1
hafði öðlast gagnkvæman skibmV
Skúli Magnússon
íslenzkaði.
Ricliard Beck:
(Ort á sævarströnd í Victoriuborg
á Vancouvereyju í Kanada).
Vœngjahvítir vinir
verma hugann eldi
Ijúfra mynda lífs úr ferð,
líður senn að kveldi.
Vakna i hjarta hljómar
horfnra œvistunda:-----
Araglam og undirspil
öldublárra sunda.
Firðir fjöllum krýndir
faðminn mjúka breiða:
brosa vinhlý bœjarpil,
bjart. er fram til heiða.
Sœrinn sólu roðinn
seiðir, hugann dregur ,
burt af strönd, en langt i 071
liggur draumavegur.
Horf’ eg út á hafið
heim til œskufjarðar;
vœngjalivitum vinum með
vitja móðurjarðar.