Eimreiðin - 01.09.1966, Page 16
HANDRITIN HEIM
Fá tíðindi hafa vakið almennari fögnuð á íslandi en fregnm
um úrskurð liæstaréttar Danmerkur í handritamálinu, sem kveð-
inn var upp 17. nóvember s.l. og var á þá lund, að lögin um af'
hendingu handritanna fái staðizt, og fullkomlega löglega hafi verið
um málið í jallað af hálfu danska þjóðþingsins. Samkvæmt dómnnm
er því ákveðið að handritin komi heim.
Fjölmargir fræðimenn og aðrir hafa ritað og rætt um þennan
atburð, látið í ljós þakklæti sitt og virðingu gagnvart Dönum °§
undirstrikað mikilvægi þess að handritin komi til íslands, þar sem
í framtíðinni verði miðstöð norrænna fræða og handritarannsókna.
í útvarpsviðtali daginn, sem dómurinn var kveðinn upp í K.aup-
mannahöfn, sagði dr. Sigurður Nordal m. a.:
,,FIér er um miklu meiri atburð að ræða en svo, að unnt sé að
segja í fám orðum nokkuð, er honum sé samboðið. En ég ht a
hann ekki aðeins sem lok handritamálsins, heldur lokaþáttinn 1