Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1966, Qupperneq 22

Eimreiðin - 01.09.1966, Qupperneq 22
202 eimreiðin í sveitinni eru starfandi tveir heimavistarskólar, héraðsskólinn í Reykholti og barnaskólinn á Kleppjárnsreykjum. í Reykholt var kominn kennari, sem þótti mjög vænlegur til stuðnings við félagið, ef það réðist í að koma upp leikriti, Jónas Árnason frá Múla, kunnur áhuga- og fjörmaður, mælskur á mannfundum, vinsæll og stjórnsamur kennari, listfegur á tóna og snjall sögumaður í riti — og loks það, sem var — eins og nú stóð á — kóróna allra hans kosta: með bróður sínum höfundur tveggja mjög vinsælla og alþýðlegra heilkvölds gamanleikja, sem leiknir ltöfðu verið sinn í ltvoru aðal- leikhúsi þjóðarinnar við mikla aðsókn og alntennar vinsældir. . • • Þá höfðu menn hlerað, að skólastjórinn nýi á Kleppjárnsreykjum, Jón Kristinsson, hefði mikinn áhuga á leiklist, væri listfengur teikn- ari og hefði reynzt hjá áhugaleikendum vestur í Fjörðum hagur og smekkvís á málun leiktjalda og á leikgervi og andlitsförðun. Enn- fremur vissu menn, að Sveinn Víkingur, sem kennt hafði í barna- skólanum, en nú var samstarfsmaður Jónasar í Reykholti, hafði mikinn áhuga á bókmenntum og leiklist og var hagleiksmaður i hvívetna. Nú bar stjórn ungmennafélagsins saman ráð sín um verkefni, sem gætu helzt allt í senn: blásið í félagið varanlegu lífi og aukið þvi vinsældir og álit, veitt félagsmönnum gagnlega þjálfun í menningar- legu starfi, skemmt eldri sem yngri og ofan á allt þetta eflt fjárhag félagsins og alla getu til lífrænna og veigameira starfs en það hafði haft með höndum á undanförnum árum. Meðal stjórnenda félags- ins eru þrír fjölhæfir og áhugasamir menn á bezta skeiði. Formað- ur þess er Kristján húsgagnasmíðameistari Benediktsson í Víðigerði, að sjálfsögðu maður hagur, en einnig smekkvís, og ritari er Bjarni bóndi Guðráðsson í Nesi, mjög virkur um stjórn og starfrækslu bókasafns félagsins, en einnig þúsundþjalasmiður og kunnur og vin- sæll sem hjálparhella sveitunga sinna, þegar á pjölnm hans þarf að halda. Þriðji maðurinn er Andrés bóndi í Deildartungu, sem löng- um hefur mikið starfað í félaginu og þá einkum sem leikstjóri og leikari, enda hefur hann aflað sér nokkurrar tilsagnar í þessum efn- um og leitað sér um þau fræðslu af bókum. Stjórninni kom saman um að koma á svið leikriti — og einnig um það, að ekki væri von til að ná áðurnefndum tilgangi, nema leikritið tæki heilt kvöld og væri líklegt til verulegra vinsælda. Og bezt fannst þeim það soma félaginu, að leikritið væri íslenzkt og þjóðlegt. Svo varð þá Skugga- Sveinn gamli fyrir valinu.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120

x

Eimreiðin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.