Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1966, Qupperneq 30

Eimreiðin - 01.09.1966, Qupperneq 30
210 eimreiðin Ég hef vikið að því í kaflanum Skugga-Sveinn á Logalandi, að þótt Ungmennafélag Reykdæla hafi innan sinna vébanda góðum mönn- um á að skipa, hafi það átt sinn þátt í, hve vel tókst til um sýn- ingar á leikritinu, að félagið átti kost á aðstoð hinna tveggja kenn- ara í Reykholti, Jónasar Árnasonar og Sveins Víkings Þórarinssonar — og ennfremur Jóns Kristinssonar, sem var settur skólastjóri á Kleppjárnsreykjum. En slíkrar — hvað þá enn víðtækari aðstoðar — er síður en svo kostur í hverri sveit. Ber brýna nauðsyn til, að með styrk frá ríkinu verði komið upp námsskeiðum, er sveitirnar geti sent á til náms og þjálfunar þá unga menn, sem taldir væru hæfastir sakir áhuga og annarra eðliskosta, og þannig þyrfti að búa að hinni félagslegu og menningarlegu starfsemi, að þau samtök, sem beittu sér fyrir henni í hverri sveit, gætu greitt slíkum mönnum þóknun fyrir störf þeirra. En þetta mundi ekki einhlítt. Svo sem kunugt er, hafa nú samtök bænda í hinum ýmsu héruðum ráðið sér fastlaunaða ráðunauta á sviði búnaðarmála. En mundi þess síður þörf, að her- uðin ættu kost á að velja og launa menn, sem hefðu með höndum leiðsögn og margvíslegar fyrirgreiðslur á sviði félagslegrar menn- ingarstarfsemi? Ég hygg, að þörfin á slíkum mönnum sé svo bryn, að ef vel tækist til um val mannanna, mundi árangurinn af satn- starfi þeirra við forustumenn í menningarlegum félagsmálum sveit- anna reynast ekki síðri en sá, sem orðið hefur af sambærilegu starfi í almenningsþágu á öðrum sviðum þjóðlífsins. Ég tel ekki tímabært að fara hér nánar út í það, hvað gert skult í þessum málum og hvernig þeim verði skipað í einstökum atrið- um, en það er von mín, að þetta greinarkorn megi vekja til ekki aðeins frekari umhugsunar, heldur og virkra aðgerða, ábyrga f°r' ustumenn bændastéttarinnar og þeirra samtaka, sem starfa í sveit- um landsins, — og einnig áhugamenn um framtíð íslenzkrar menn- ingar — í hvaða stétt og stöðu, sem þeir eru, því að það er óhagg' anleg sannfæring mín, að þetta mál sé ekki einungis hið mest að- kallandi nauðsynjamál íslenzkra sveita, heldur lika geysimikilvœg[ menningarlifi þjóðarinnar allrar. Og ég er þess fullviss, að verði málið upp tekið af alvöru og festu og unnið að skipulagningu °8 framkvæmd þess, svo sem náin athugun sýnir hentast, muni þesS ekki langt að bíða, að hin aðkallandi þörf hrindi því skjótar og víðar áleiðis en flestir mundu nú geta gert sér í hugarlund.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120

x

Eimreiðin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.