Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1966, Side 36

Eimreiðin - 01.09.1966, Side 36
216 eimreiðin gamli maðurinn var langt kom- inn með að smíða. Handa ein- hverjum Grími, sem átti að vera þessi úrvalsskipstjóri. Hver gat vitað, hvernig skipstjóri hann væri, maður, sem hafði víst aldrei snert á skipi? Skip hafði mig lengi langað til að eignast, það fengust stundum skip í búðinni hjá honum Sig- mundi. Jafnvel fallegri og stærri en þetta, en mamma sagði allt- af, að það væru ekki til peningar til slíks, ef ég bað hana að gefa mér fyrir einu skipi. Og sama sagan með pabba. Þau voru svo dýr. Sjálfsagt mundu svona skip vera dýr líka, þótt þau væru kannski ekki eins fín. Ég spurði mjög hikandi: Hvað kosta annars svona skip? Þar komstu með það, drengur minn. Ef ég á að segja þér eins og er, þá hef ég oft verið að hugsa um þetta sjálfur, en ég held bara, að það sé erfitt að reikna út, hvað þau kosta. En svo mikið er víst, að þau eru mikils virði. Ef ég ætti að reikna það til peninga, þá held ég bara ég yrði blankur í fyrsta skipti á ævinni. Hvað borgar Grímur fyrir þetta skip? Ja, það er eins og ég segi, þú ert spurull, góðurinn. Grímur borgar mér vel fyrir þetta skip, get ég sagt þér, mjög vel. En hann hefur beðið mig að gefa það ekki upp, það er leyndarmál, út af skattinum, drengur minn, skilurðu mig? Og þetta varð ég að reyna að skilja. Ég varð að sýna gamla manninum það ótvírætt, að þótt Grímur stæði mér kannski fram- ar um skipstjórn, sem væri þó ósannað mál enn, þá væri ekki endilega víst, að hann hefði meira vit á skattamálum en ég. Ég varð að skilja það, sem Grím- ur skildi, þó ekki væri nema á einu sviði. Þess vegna jánkaði ég. Skattinum, já ég skil, svaraði ég- Gamli maðurinn fékk hósta- kviðu, að þessu sinni styttri en áður. Þú átt náttúrlega skip? sagði hann svo eftir smástund. Nei. Jæja, áttu ekki skip ennþá. Hvað ertu gamall? Átta ára. Átta ára, já mig grunaði það. Og átt ekkert skip enn. Ekki er ástandið gott. Þau fást nú samt stundum hérna í búðinni hja honum Sigmundi, er það ekki? Jú, en þau eru svo dýr, ég hef ekki efni á að kaupa þau. Já, þau kosta víst talsvert Hka þar. Það kostar víst allt eitthvað, einhvers staðar og einhvern tíma. Það held ég. Jafnvel andrúms- loftið kostar heymæði. O-ja, og
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.