Eimreiðin - 01.09.1966, Page 48
228
eimreiðin
tilhugsun að örlög okkar kunni að vera ráðin mörgum áratugum
áður en einkennin koma í ljós.“ Þetta skrifar þessi kona í bók sinni,
sem hún ritaði eftir að hún hafði gert sér ljóst, að fjölmörg dæini
eru orðin um það í heiminum, að af eitri, sem stráð var til að eyða
einhverjum ákveðnum meindýrum eða illgresi, höfðu aðrar dýra-
tegundir beðið bana og stundum líf eyðst á stóru svæði. Og það,
sem enn verra er, að efni þessi berast frá jurtum til dýra og til
mannsins með fæðunni, og safnast stundum saman fyrir í jarðvegi
eða í vefjum dýra og manna, og hefur jafnvel áhrif á ófædda, án
þess að ráð séu til að verjast því.
Eftir að Rachel Carson uppgötvaði fyrst, að fuglarnir voru horfnir
á sumardvalarstað hennar og fékk að vita, að þeir hefðu dáið af
eitrun, þegar úðað var skordýraeitri til að eyða meindýrum af
trjánum, safnaði hún upplýsingum um ótal svipuð dæmi í Banda-
ríkjunum. Hún hefur í bók sinni fjölmargar frásagnir af því, hvernig
DDT eða annað skordýraeitur, sem stráð var í það sem kallað var
hæfilegum skömmtum til eyðingar meindýrum, á nytjajurtir eða
illgresi á ökrum, hvernig það barst gegnum jarðveginn, ánamaðk-
ana og með þeim til fuglanna eða þá með jarðvatninu í læki og ar
og drap fiska þar í stórum stíl. Eitrið safnaðist t. d. gjarnan fyrir
í fituvefjum og við eyðingu á þeim uppleystist svo stór skammtur,
að hann varð banvænn. Einnig voru dæmi um, að slíkt eitur hefði
gert dýraflokka ófrjóa, án þess að drepa sjálfa einstaklingana.
Þessi bók varð til þess, að óhug sló á fólk í Bandaríkjunum, þar
sem hin nýju efni höfðu hvað mest verið notuð. Rannsóknarnefndu
voru skipaðar, og farið var að setja meiri hömlur á dreifingu eitur-
lyfja. Þó trúa menn ekki enn. Eða einblína bara oft á sitt eigi®
vandamál, sem við þeim blasir hverju sinni. Ávaxtaræktandi sel
aðeins bjölluna, sem eyðileggur fyrir honum uppskeruna, og vill
tortíma henni með þeim lyfjum, sem tiltækileg eru. Og hvað kem-
ur það öðrurn við, hvað hann setur á sitt eigið land? Auk þess hefm
hann enga trú á því, að þetta geti valdið svo miklu tjóni annars
staðar. Hann veit ekki frekar en aðrir hvað hann hefur í hönd
unum. Jafnvel vísindamennirnir, sem framleiddu eitruðu lyt111
handa honum, gátu ekki vitað um verkanir þeirra við hinar ýmsU
aðstæður í náttúrunni. Þeir vissu ekki hvað mundi gerast, þe8ar
þau færu frá dýri til dýrs og óskaðlegu skammtarnir söfnuðust fy111
í moldinni eða vatninu. Og hver veit, hvar allur sá eiturforði ei,
sem þegar er búið að dreifa, hversu víða hann hefur borizt og hvai