Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1966, Page 50

Eimreiðin - 01.09.1966, Page 50
230 eimreiðin greiða leið ofan í neytendur. Lagði hann til, að notkun slíki'a efna verði höfð í höndum sérfróðra manna. Sjálf hef ég reyndar séð garð- yrkjumenn úða tré með einhverjum eiturefnum, þannig að úðinn barst yfir í næsta garð, þar sem börn voru. Og einu sinni bað einn þeirra mig um að færa bílinn minn, svo að úðinn færi ekki á hann, án þess að gera sér rellu af því að fólk gekk um götuna og börn voru að leik í nánd. Aðspurður, hvaða efni hann hefði í hönd- unum, vissi hann það ekki. Hann hafði bara hið útlenda verksmiðju- nafn á blöndunni og vissi, að hún var góð til að eyða einhverjum ormum af trjánum. Hann gerði sér enga grein fyrir ábyrgðinni af því að hafa slík efni um hönd. Enda er hægt að kaupa þessi efni í næstu búð. Með nýrri regiugerð verða væntanlega strangari reglur um þetta, þannig að þeir, sem fá slík efni í hendur, verði gerðir ábyrgir fyrir notkun þeirra, flutningi, geymslu og eyðingu íláta undan þeim. En reglur duga aldrei og enginn einn getur borið ábyrgð á meðferð svo algengra efna í notkun. Fólk verður sjálft að skilja, hvað hér er í húfi. Allt fólk á jörðinni verður að reyna að átta sig á þessari haettu, sem við vitum ekki enn nákvæmlega liver er, og hegða sér í sam- ræmi við hana. Það er svo komið, að það, sem aðrir gera í þessum efnum, kemur okkur við, og það, sem við gerum, varðar aðra. Það yrðu óneitanlega ömurleg örlög mannskepnunnar, ef hún ætti eftu að útrýma öllu lífi á jörðinni með fávíslegri notkun eiturs og gera sjálfa sig ófrjóa á þann hátt eða réttara sagt börn sín. Því að slík fávizka kæmi víst ekki mest niður á þeirn, sem til hennar sá, heldur afkomendum þeirra. Ef til vill finnst einhverjum óþarfi að vera með svo óhugnanleg1 tal. En við því er það að segja, að því miður er of seint að átta sig á slíkri hættu, eftir að hún fer að blasa við augum. Það er í rauninm mergurinn málsins. Áður en ég skil við þetta spjall um viðsjárverð ný efni og dreif- ingu þeirra, vil ég aðeins minnast á einn flokk efna, sem erfitt ei að átta sig á, jafnvel fyrir þá, sem þekkingu hafa á slíku og varlega vilja fara. Þarna er að vísu ekki um að ræða jafn alvarlegt mál og þegar hættulegum efnum er stráð í náttúrunni, en þessi efni elU býsna mikið notuð, þ. e. í snyrtivörum. Þeim er nuddað inn í húð- ina og sprautað út í loftið, án þess að nokkurt eftirlit sé með þvl> hvaða samsetningur þetta er eða þess getið á umbúðunum, hvaða efni hér séu á ferðinni. Kemur aðeins fyrir að auglýsingadeild við-
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.