Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1966, Síða 53

Eimreiðin - 01.09.1966, Síða 53
eitruð jörð 233 að leyfa innihaldinu að grotna niður, e£ það er af garala góða tag- inu, sem hverfur ofan í jörðina yfir veturinn. Nei, það eina, sem dugir, ef þessar ágætu sterku umbúðir, sem ekki grotna og við öll notum, eru með, er að hafa litla skóflu í bílnum, stinga upp torfu, grafa holu og láta hana hylja draslið, þegar farið er, og gróa yfir það. Draslið er ekki lengi að safnast. Ég man t. d., er ég fyrir nokkrum árum kom í áningarstað gangnamanna uppi á heiði, þar sem fleiri sjálfsagt koma við. Við byrjuðum á því að tína saman og grafa 40 vínflöskur, áður en við komum okkur fyrir, og forðuðumst svo að koma með hestana í tjaldstað vegna glerbrota, sem hvarvetna leynd- ust. Og eins man ég eftir fagurri á, sem liðast um dal, þar sem hópur veiðimanna unir úti í náttúrunni á sumrin. Þeir koma ár eftir ár. Og dalurinn og árbakkarnir eru að verða stráðir bjórdósum og flöskum. Þetta eyðist ekki, safnast bara, svolítið á ári hverju. Hvernig skyldi dalurinn sá líta út eftir 2—3 mannsaldra, ef slíkir veiðimenn halda áfram að una þar á sumrin? Þessu er hægt að gera við með því að stilla subbuskapnum í hóf. Þó er ekki alveg hægt að verjast þessum ágætu sterku efnum, sem farið er að nota um allan heim. Sjórinn ber þau upp á fjörurnar, og fólkið á ströndinni getur ekki við því gert. Þetta varð mér betur Ijóst en áður á ferðalagi um Strandir nýlega. Á fjörunum, sem liggja vel við reka, eru ekki aðeins þessir skemmtilegu og gagnlegu viðar- bolir, skeljar og steinar. Nei, margar þeirra eru stráðar plastbrúsum, netakúlum úr plasti, nælonnetadræsum, skótaui úr gerviefnum, vax- bornum hyrnum og hvers kyns dóti, sem ekki eyðist nema á löng- um tíma. Það á eftir að liggja í eyðivíkum, þar sem mannaferðir eru litlar, um fjöldamörg ókomin ár, og bætast við fremur en hitt. Satt að segja finnst mér það hreinn lúxus að vera uppi áður en aHt það land, sem ekki er þrifið af einhverjum sérstökum aðila, er orðið að ruslahaug. En hvað um það, kannski breytist smekkur mannsins með breyttum aðstæðum og það þykir fallegast, sem okk- ur þykir ljótast nú. Já, það er vissulega vandi að vera uppi á tækniöld með efni, sem maðurinn kann ekki með að fara. Allt lærist að vísu og náttúr- an lagar sig eftir aðstæðum. Hún er bara dálítið svifasein, hefur ekki undan hinni hröðu þróun. Hún er nefnilega ekki til orðin laieð hraði á tækniöld, heldur á milljónum ára. Athugull maður hefur sjálfsagt séð fyrir löngu hættuna a£ efna-
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120

x

Eimreiðin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.