Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1966, Síða 56

Eimreiðin - 01.09.1966, Síða 56
236 EIMREIÐIN Var það kallað „Gamla eldhús“. Það var mikið notað á sumrin, er fleira fólk var. Þar var mjólk- in flóuð og slátrið soðið á haust- in og þar var þvottur ávallt þveginn. Þetta eldhús var gríðar- stórt. Óþiljað var það að innan og gólfið moldargólf og mishæð- ótt. Innar af eldhúsinu var búr- ið og var enginn annar inngang- ur í það. Þegar inn í eldhúsið var gengið, blasti við stór elda- vél og stóð endi hennar við vegg- inn, sem var til hægri handar, er inn kom, og náði vélin tals- vert langt fram á gólfið og var því frístandandi sem kallað er, nema ekki á einn veg. Það var því talsvert rúm frá vélinni og yfir að veggnum, sem skildi á milli búrs og eldhúss. Engir skápar voru í þessu eldhúsi og engin sæti nema lítill trébekkur, sem var venjulega upp við vegg- inn að sunnanverðu. En borð eitt naglfast var meðfram veggn- um vélarmegin, er gengið var inn í eldhúsið. Yfir borðinu hékk olíulampi, sem alltaf var notað- ur á kvöldin, ef verið var að vinna í eldhúsinu. Úr eldhúsi þessu voru svo dyr, sem vissu til suðurs. Þær lágu fram í langan og breiðan gang, sem var hlað- inn úr torfi og grjóti og óþilj- aður. Þar var og moldargólf. Þetta var venjulega kallað skál- inn. Um þennan gang gekk vinnufólkið, er það fór til vinnu og kom frá vinnu. Þar geymdi það skó og vinnuföt og ýmislegt fleira var geymt þar, en aldrei var þröngt þarna. Milli eldhúss og gangs var hurð, sem lokaðist með þungu draglóði og heyrðist hátt í, er hurðin skall að stöf- um. Fyrsta haustið, er ég var á Mos- felli, var hjá mér stúlka, er Katrín heitir Kristinsdóttir. Hún var dóttir hinna mætu hjóna Sig- ríðar og Kristins, sem bjuggu á eignarjörð sinni, Hömrum í Grímsnesi. Þau lánuðu mér hana um tíma um haustið og var hún með mér við sláturgerð. Við suð- um slátrin í gamla eldhúsinu og gekk allt vel. Seinasta kvöldið, sem við vorum við þetta verk, urðum við að vaka þar til soðið var í síðasta pottinum. Við höfð- um rist ristlana, en eftir var að gera lundabaggana og tókum við nú til við það, svo að því væri lokið og hægt væri að sjóða þá daginn eftir. Nú þvoðum við borðið, sem getið er um hér að framan, og létum ristla og þind- ar á það. Nál og saumgarn höfð- um við. Við stóðum við borðið hvor við sinn enda þess og vöfð- um lundabaggana og röbbuðum saman. Katrín var kát og skemmtileg stúlka og við vorum báðar ungar og okkur féll vel að vinna saman. Við vorum einar vakandi í húsinu. Allt fólkið vat löngu gengið til náða, því að k •
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120

x

Eimreiðin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.