Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1966, Side 74

Eimreiðin - 01.09.1966, Side 74
254 eimreiðin dahl, og hún hefur ekki hvað sízt komið fram í viðleitni hans til þess að vinna íslandi gagn. Hann líkist ekki þeim fræðimönnuxn, sem vita mikið, en skilja fátt, og hann metur störfin fyrst og fremst eftir þeim skilyrðum, sem menn búa við, er þeir takast á við vanda- málin. Þetta kemur greinilega fram í einni af fyrstu bókunr hans í frásögninni af norska fiðluleikaranum Ola Mosafinnen. Ég leyfi mér hér að lokum að minnast á atvik, sem varð upphaf vináttu okkar Bukdahls. Árið 1941 ritaði ég smágrein í vikublaðið „Folkung", en það var á sínum tíma mikilsmetið barátturit gegn áhrifunum frá Þýzkalandi nazismans. í greininni kom ég örlítið inn á handritamálið, og skömmu síðar fékk ég bréf frá kunnum skólastjóra á Sjálandi, er bað mig að halda ræðu á opinberu moti í skólanum. Ég varð upp með mér af þessu, en var það févana, að ég gat ekki keypt farmiða með lestinni. Ég ákvað þess vegna að nota hjólhest, þótt leiðin frá Jótlandi til staðarins á Sjálandi væn yfir 300 km. Á leiðinni hreppti ég mótvind, sem ég hafði ekki reiknað með og hafði því ætlað mér heldur nauman tíma til ferðar- innar. Þegar ég loks náði til skólans, höfðu samkomugestirnir beðið nokkrar mínútur, og ég varð strax að fara upp í ræðustólinn, laf- móður og uppgefinn, og fyrirlesturinn hefur víst ekki verið upp a marga fiska. Vonbrigðin voru auðlesin á svip áheyrenda og ekki sízt skólastjórans. En Danir eru gæddir þeim ágæta eiginleika að vilja ekki hryggja þá, sem í þvílíkar raunir rata, með því að lata óánægju sína opinberlega í ljós. Þetta gerði skömm mína ennþa þungbærari, því að ég gat ekki kornið neinum afsökunum að. Eg flúði þess vegna strax út í garð skólans og reyndi að sniðganga mann- fjöldan, en allt í einu var hönd lögð á öxl mér og ég heyrði rödd, sem sagði: „Ég hef aldrei hlýtt á betri fyrirlestur!" Þarna var kominn Jórgen Bukdahl, og þegar ég loks gat stunið einhverju upp, spurði ég, hvort hann væri að spotta mig. „Nei,“ sagði hann, og spurði í sömu andránni: „Hefurðu aldiei lesið Spren Kirkegárd.“ „Lítið eitt,“ svaraði ég. „Manstu ekki eftir mati hans á tilhlaupinu og stökkinu?“ spurði Bukdahl og hélt áfram: „Tilhlaupinu taka fæstir eftir, heldur stökk- inu, og þá þykjast allir geta stokkið betur. En afrekið byggist á til- hlaupinu, þolgæði því og viljastyrk, sem í það hefur verið lagt. Mei
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.