Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1966, Side 83

Eimreiðin - 01.09.1966, Side 83
H eim speki ka rlmennsk unna r 263 spekinga í útlegð, og í'ór þá Epictet, eins og áður segir, til Nicopolis í Epirus, þar sem hann stofnaði heimspekiskóla sinn. Verður að unna Epafródítusi þess heiðurs, að geta þess, að hann gerði loks hinn vitra þræl sinn að frjálsum manni. — Svo rnikils heiðurs naut Epictetus í Nicopolis, að liann var nefndur „maximus philosophorum" — rnestur allra heimspekinga. Kjörorð hans voru á grísku: „Aneku kaj apéku“ — þoldu og þraukaðu. Frá mínu sjónarmiði er allsendis ómögulegt að rita eða ræða um Stóuheimspekina án þess að minnast heimspekingsins í hásætinu, hins merkilega manns og keisara, Markúsar Aurelíusar. — Það er út af fyrir sig merkilegt íhugunarefni, að þeir tveir menn, sem ber einna hæst sem Stóumenn, höfðu næsta ólíka jDjóðfélagsaðstöðu: Annar var þræll, hinn var keisari, og það var þrællinn, sem kenndi keisaranum. Markús Aurelíus var fæddur árið 211 eftir Krists burð, dáinn 180. Hann car spánskur að ætt, en fékk uppeldi sitt í Róm og var fóstursonur Antoní- usar keisara, eins hinna ágætustu rómversku keisara fyrr og síðar. — Þegar Markús Aurelíus tók við keisaratigninni af föður sínum, er sagt að hann hafi sagt við sjálfan sig: „Gættu þess að týna ekki sjálfum þér í keisaratigninni.“ Plato hafði á sínum tíma talið, að þá fyrst væri vel fyrir stjórn hvers ríkis séð, þegar því væri stjórnað af heimspekingi. Nú var heimspekingur kominn í hásæti keisarans í Rómaborg. Hver varð svo niðurstaðan? — Ekki að öllu leyti góð frá mannlegu sjónar- miði, þó að keisarinn brygðist ekki stórveldisdraumum landa sinna. ffann var sigursæll í orustum og hratt árásum óvina sinna og ríkisins. Og sem sigurvegari var hann sáttfús og rnildur. En vegna þess, að hann feit á sig sem vörð og verndara hins mikla rómverska ríkis, sem honum halði verið trúað fyrir, skeikaði honum um mannúðina, til dæmis þegar um kristna menn var að ræða. Hann ofsótti þá og lét deyða þá rnarga. Vera má þó, að hann hafi haft nokkra afsökun í því, að kristnir menn þessara tíma virðast liafa verið nokkuð ofstækisfullir og gefið tilefni til tortryggni. Vildu þeir ekki sýna keisaranum tilskilin virðingar- nierki, og voru þau þó ekki í öðru fólgin, að því er sagt er, en að kasta nokkrum reykelsiskornum á eld fyrir framan líkneski keisarans. — Höfðu þeir gleymt þessu boðorði meistara síns: „Gjaldið keisaranum það, sem keisarans er“--------? Hvað sem um það er, mun Markús Aurelíus hafa talið þá óvini sína og ríkisins, og mun hann ekki hafa verið einn um það. Þetta er því sorglegra, sem vitað er, að í raun og veru var hann þeini andlega skyldur og talaði og ritaði oft sem góður kristinn maður.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.