Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1966, Síða 91

Eimreiðin - 01.09.1966, Síða 91
SVANASÖNGUR DAVÍÐS 271 að blæða slíkum manni í augum. Davíð leið sára önn fyrir, að bær yrði rúst og sveit auðn, og í kvæðinu um heiðabóndann túlkar hann þann harm af nærfærnum trega, en æpir ekki af kvölum eins og þegar honum fannst þjóð eða þegnar bregðast öðrum skyldum. Davíð Stefánsson hvarf til Eyjafjarðar eins og barn til móður, og indæl er kennd hans og skynjun í Ijóðinu Vornótt: í nótt er gott að gista Eyjafjörð og guðafriður yfir strönd og vogum. í skini sólar skarta haf og jörð og skýjabólstrar slegnir rauðum logum. Það veit hver sál, að sumar fer í hönd, en samt er þögn og kyrrð um mó og dranga, og hvorki brotnar bára upp við strönd né bærist strá í grænurn hlíðarvanga. Svo ljúft er allt í þessum heiða hyl, svo hátt til lofts og mjúkur barmur jarðar, að víst er engin veröld fegri til en vornótt björt í hlíðum Eyjafjarðar. Gaman er og, hvern unað hann finnur í Vatnsdalnum, sveitinni fjallglæstu og flosmjúku. Liggur við, að Davíð heyri þar gras gróa og sjái ull spretta, en ynnilegast fagnar hann þó fólkinu, bóndan- um og konu hans og dóttur. Hann lýsir raunar ekki þeirri gleði af sömu snilli og eyfirzku átthagaástinni, en góður er sá kveðskapur samt, ferskur og ljúfur. Davíð átti fleiri rætur í Húnaþing en að Vindhæli. Davíð Stefánsson orti ekki mikið um dauðann framan af ævi, en i „Síðustu ljóðum“ gerist hann sáttur við feigðargruninn. Hann býst til brottfarar og kveður þessum orðum: Ég verð að fara, ferjan þokast nær og framorðið á stundaglasi mínu. Sumarið, með geislagliti sínu hjá garði farið, svalur fjallablær af heiðum ofan, lirynja lauf af greinum, og horfinn dagur gefur byr frá landi.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120

x

Eimreiðin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.