Eimreiðin - 01.09.1966, Blaðsíða 101
281
orku. Hætt er þó við því, að
fjárhagsleg uppskera standi í
röngu hlutfalli við þá vinnu og
alúð, sem hann leggur í verk
sitt.
Sjálfur er Poul P. M. Peder-
sen kunnur sem ljóðskáld í Dan-
mörku, en hann hefur gefið út
margar frumsamdar ljóðabækur.
Fyrsta ljóðabók hans, Skumrings-
blomster, kom út 1921. En jafn-
hliða eigin skáldskap og öðrum
ritstörfum hefur hann jafnan
gefið sig að þýðingu erlendra
ljóða, fyrst þýzkra og enskra, en
hin síðari ár hefur hann eink-
um lagt stund á þýðingu ljóða
frá Norðurlöndum. Hann hefur
t. d. þýtt og gefið út á dönsku
úrval úr færeyskum ljóðum,
meðal annars ljóð eftir J. H. O.
Djurhuus, og einnig hefur hann
þýtt sænsk ljóð, þar á meðal eftir
Hjalmar Gullberg.
Poul P. M. Pedersen kveðst
fyrir löngu hafa orðið snortinn
af íslenzkum bókmenntum, en
hrifning sín vaxið sífellt eftir
því sem hann kynntist þeim bet-
ur. Og eftir að hann fór að gefa
sig að þýðingu íslenzkra nútíma-
Ijóða, kynnast skáldunum og um-
hverfi þeirra, hefur áhugi hans
fyrir íslandi og íslenzkum nrál-
efnum elfzt um allan helming,
enda hefur hann á ferðum sín-
um lringað undanfarin ár kynnzt
mönnum og málefnum, og þessi
kynni telur hann sér nrikils virði
með tilliti til starfs síns. Þó að
íslenzkar bókmenntir séu hon-
um kærar, vill hann einnig hafa
augun opin fyrir öðrunr íslenzk-
um menningarmálum.
Vissulega eiga íslenzk skáld og
þjóðin í lreild góðan hollvin, þar
sem Poul P. M. Pedersen er. Það
var því engin tilviljun, að hann
var mitt í hópi íslendinga fram-
arlega á áheyrendabekkjum
lræstaréttar Danmerkur, er dóm-
urinn í handritamálinu var kveð-
inn upp á dögunum. Og það var
greinilegt á svip hans, að lrann
fagnaði úrslitunum heils hugar.
I. K.