Eimreiðin - 01.09.1966, Side 102
Leikhúspistill
Eftir Loft Guðmundsson.
-j
Nýtt leikár er gengið í garð.
Þegar þetta er ritað, hefur Þjóð-
leikhúsið tekið tvö ný viðfangsefni
til meðferðar. Annað þeirra, Upp-
stigning eftir dr. Sigurð Nordal,
er að sjálfsögðu sýnt á aðalsviðinu;
liitt leikritið, tvíþáttungur af bre/k-
um toga, sýnt á „litla sviðinu“ í
Lindarbæ.
Uppstigning er merkilegt leik-
sviðsverk fyrir margra hluta sakir.
Einhvern tíma mun dr. Sigurðar
Norðdals verða getið sem mesta
byltingarsinna í íslenzkum bók-
menntum. Hann hefur komið á
gerbyltingu í íslenzkum fræðum og
söguskoðun, og verður ekki enn
séð til hvers hún kann að leiða.
Hann gerði á sínum tima tilraun
til að koma á byltingu í íslenzkri
skáldsagnagerð, þegar ljóðsaga
hans, „Hel“, birtist í smásagna-
kveri hans, „Fornum ástum“. En
annaðhvort hefur sú tilraun verið
of djörf eða ótímabær þá, því að
enginn reyndist hafa hug til að
fylgja hinum sjálfkjörna foringja
eftir eða fylkja sér undir fána hans.
Enda gerðist jrað litlu síðar, að
ung og uppreisnarsinnuð skáld
tóku að orna sér við áróðursylinn
af „heimsbyltingarbálinu", sem
kynt var úti í Rússlandi, og hér
risu upp bókmenntapáfar, með
himnabrél upp á það, útgefið í
Kremlgarði. Loks gerðist Sigurður
Nordal fyrstur íslenkra leikrita-
höfunda, sem aldrei hafa leiðsterk-
ir verið, til að veifa merki þeirrar
byltingar á leiksviðinu, sem hlaut
að verða upp úr síðari heimsstvrj-
öld, eins og alltaf hefur átt sér
stað upp úr öllum stórstyrjöldum
í Evrópu. Og þar gerist hann ekki
einungis byltingarforingi, heldur
og spámaður, þvi að erlenduni
leikritahöfundum liafði þá ekki
enn gefizt ráðrúm til að marka sér
nýja stefnu og fylkja liði, en svo
fór þó áður en langt um leið, að
þeir drógu svipað merki á stöng
og Nordal í Uppstigningu sinni,
án þess þó að nokkur áhrifatengsl
væru þar á milli. „Ég hafði víst
ekki einu sinni heyrt orðið „avant-
garde“, þegar ég samdi þetta leik-
rit,“ sagði hinn áttræði höfundur
í útvarpsviðtali, að mig minnir.
Það var og varla von, því að þa^
mun ekki liafa verið til þá í þeirri
meiningu, sem táknar „framui-
stefnu“ í leikritagerð. Það væri
því í rauninni ekki ófróðlegt að
vita, hvort Sigurður Nordal mætti