Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1967, Blaðsíða 35

Eimreiðin - 01.05.1967, Blaðsíða 35
AFMÆLISKVEÐJA TIL RICHARDS BECKS 123 Austfirðinga taka til þess, hversu þá hafi verið hraustlega róið. Ekki þótti það sæmandi, að drengurinn frá Svínaskálastekk reri allar sínar ferðir á miðin sem óbreyttur háseti, heldur var hann gerður að formanni á báti. Það munu þeir vita, sem þekkja dr. Beck, að ekki hefir áhöfninni á þeim báti leyfzt að sofa út á morgnana, og þó að ég hafi ekki fengið um það staðfestar fregnir, þykir mér sennilegt, að bátur Richards Becks hafi flutt heim úr hverjum róðri bæði fleiri fiska og stærri en fundnir yrðu í öðrum bátum þann daginn. Það lætur að líkum, að á æskuárum Richards Becks mun mönn- um hafa sýnzt, að kostnaðarsamt langskólanám myndi verða hon- um erfitt í fjárhagslegu tilliti. Hér var þó þess að gæta, að í hlut átti maður, sem bjó yfir metnaði fornra víkinga og var auk þess ,,bæði námgjarn og minnugur“. Richard Beck hvarf því að því ráði að hefja nám utanskóla, og utanskóla lauk hann stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík árið 1920 með hárri einkunn. Skömmu síðar fluttist hann vestur um lraf og hóf nám í bókmennt- um og málvísindum við einn af fremstu háskólum Bandaríkja- manna, Cornell hásklóann í íþöku. Þaðan lauk hann meistaraprófi árið 1924 og doktorsprófi í heimspeki lauk hann frá sama skóla árið 1926. Af framanskráðu má ráða, að ekki verður það sagt, að Richard Beck slægi slöku við námið á skólaárunum. Nærri sanni mun það, að námsferill hans eigi sér fáar liliðstæður í skóla- og námssögu Is- lendinga. Einn fyrsti skólinn, sem Richard Beck sótti utan heimilis, var fólginn í sjósókn út af Austfjörðum. í slíkum skóla lærist mönnum árvekni, og hér hygg ég, að sé að nokkru fundin skýringin á því, hversu árrisull og viðbragðsfljótur Richard Beck hefur ávallt verið. Hann var ævinlega kominn á fætur fyrir allar aldir og skiptir þá engu máli, þó að hann hafi komið heim úr langferð um miðnætti kvöldið áður. Líkamlegt þrek þessa manns hlýtur að hafa stælzt við sjóróðranna, sem hann stundaði í æsku. Að minnsta kosti er rétt að halda sem fastast í þá skýringu þangað til önnur betri er fundin. Á sjötugsafmæli Richards Becks er þess að minnast, að hann hef- ur starfað sem prófessor við bandaríska háskóla í meira en fjóra áratugi. Hann hóf kennslustörf við St. Olaf College í Minnesóta- ríki árið 1926. Árið 1928—29 kenndi hann við Thiel-háskólann í Pennsylvaníu, en haustið 1929 flutist Richard til Grand Forks til þess að taka við embætti sem prófessor í Norðurlandamálum og
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.