Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1967, Blaðsíða 62

Eimreiðin - 01.05.1967, Blaðsíða 62
Jeppe Aakjær og Guðmundur Ingi eftir Þórodd Guðmundsson frá Sandi. I. Á síðasta ári var liðin ein öld frá fæðingu józka skáldsins Jeppe Aakjærs. Efalaust hefur aldarafmælis hans verið minnzt rækilega af ýmsum, a. m. k. í heimalandi skáldsins, þó að mér sé lítið kunnugt um það. Nýlega fékk ég í hendur 8. hefti af Nordisk Tidskrfit 1966 með athygiisverðri grein um Aakjær eftir Harry Andersen dr. phil. Segir þar svo meðal annars: „Jeppe Aakjær er eitt af stórskáldum Dana. Með ljóðagerð sinni heldur hann fagurlega á lofti merki þjóðkvæðaskáldskaparins. Oss koma ósjálfrátt í hug nöfn eins og Oehlenschláger, Blicher, Grundt- vig, Hostrup, Chr. Richardt, Holger Drachmann, Björnson og Robert Burns. Hann var gæddur þeirri gáfu að geta ort kvæði eða ljóð. Það er mikil og örðug list. Nú er ekkert skáld til á þessu sviði, sem kemst í samjöfnuð við Jeppe Aakjær.“ — Um þetta segir Aakjær sjálfur í minningum sínum: „Ekkert danskt nútímaljóðskáld hefur notað viðlagið eins og ég. Það hefði líklega tæpast gerzt án áhrifa frá þjóðkvæðunum eða öllu lieldur frá dönsku barnaljóðunum. Að því leyti lærði ég rnikið af Robert Burns, það er að segja af þjóðkvæðunum, því að Robert Burns hefur naumast nokkurn tíma skapað hrynjanda sjálfur, eins og kunnugt er.“ Jeppe Aakjær fæddist 10. september 1866 á Aakjær í Fly-sókn við Skive á Jótlandi. Hann var af bændafólki kominn og ólst upp í fátækt, en var ákaflega námsfús og brauzt til mennta að rniklu leyti af sjálfs sín rammleik, fór til Kaupmannahafnar á 18. ári í fróðleiksleit og tók þar undirbúningspróf með frekara nám fyrir augum. Tveim árunr síðar, að loknu því prófi, fór hann aftur til Jótlands og tók að flytja róttæk erindi. Hann var tekinn fastur fyrir uppreisnar- og guðleysiskenningar, en fljótlega látinn laus. Árin 1887-88 stundaði hann nám við lýðháskólann í Askov. Þar hitti hann Björnsterne Björnson, sem þá kom þangað gestur og Aakjær dáði mjög í æsku. Árið 1893 gekk Jeppe Aakjær að eiga Marie Bregendal skáldkonu, en þau skildu 1902. Um það leyti
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.