Eimreiðin - 01.05.1967, Blaðsíða 76
EIMREIÐIN
Sjá bæi og tún í aftaneldi rjóð,
og eins og log á þökum brenni.
Þótt lækki sól og hnígi dagur hér,
hún heldur áfram fjær og nýtt líf glæðir.
Hve sárt að orkar enginn vængur mér
á eftir henni að lyfta í hæðir.
Þar lýsti eilíf aftanglóð
mér undir fótum veröld kyrrðar
með roða á hverjum tind, en ró um dalaslóð,
og renna silfurár til gullinfirðar.
Þá gætu ei heft hið guðdómlega flug
hin gneypu fjöll með hamrakleifum sínum,
og jarðarhafið breitt, sem birtan skín um,
senn birtist furðu lostnum hug.
Loks virðist gyjan leið úr augsýn eiga,
en ei má þránni verða rótt,
sem óðfús hennar eilíft ljós vill teiga.
Undan fer dagurinn, að baki nótt,
himinninn yfir, undir hafið víða,
yndisleg draumsýn rneðan hörfar sól.
Æ, draumum þeim, sem andinn með sér ól,
mun enginn líkamsvæng við hæfi smíða.
Þó er hún meðfædd, innsta þráin,
og ætíð glæðist hún af töfrum þeim,
er söngvafuglar svífa út í bláinn
og senda oss sinn ljóðahreim,
er sjáum vér yfir fimafjöllum
hve för er erni svifagreið,
hve álftin yfir heiðahjöllum
sitt heimflug þreytir vængjabreið.
Wagner:
Oft skrítnum órum hef ég frá mér hrundið,
en hef þó aldrei slíka löngun fundið.
Af eyðifjöllum fljótt vér sjáum nóg,
og fugl í lofti seint mér öfund vekur.
Hve öðravísi andinn flugið tekur,
að opna bók og fletta í næði og ró.