Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1967, Blaðsíða 50

Eimreiðin - 01.05.1967, Blaðsíða 50
138 EIMREIÐIN stjórnarformanni stofnunarinnar. Og af þessum peningum eru nú m. a. kostaðar málssóknir hennar gegn handritakröfum íslendinga. Það er rétt að menn staldri við og hugleiði þetta. Sú staðreynd, að peningar frúarinnar muni ekki hafa runnið til safnsins, kemur greinilega fram, þegar gerð er uttekt á dánarbúinu 1730, miðað við það, sem hún lagði með sér í búið við giftinguna 1709. Gegnir reyndar furðu, að slík úttekt skuli ekki liafa verið gerð fyrir löngu, til þess að leiðrétta sífelldar rangfærslur og misskilning um jtetta, og um fjárhagsuppruna Árnasafnsins yfirleitt. Svo vel vill til, að hægt er að tilfæra fjárhæðir með nokkurn veginn vissu. Við giftinguna mun konan hafa komið með 6000 ríkisdali í búið, en á því hvíldu töluverðar óuppgerðar kröfur frá tíð fyrri mannsins. Ennlremur átti konan húseign, sem síðar var seld konungi fyrir 3000 rdl. Sé gengið út frá, að það söluandvirði hafi greiðst, sem e. t. v. er vafasamt — verða það samanlagt 9000 rdl., sem konan hefur lagt með sér.1) Þar frá dragast svo töp og óuppgerðar kröfur, sem að vísu verða ekki ákveðnar með nákvæmni, en munu þó hafa numið verulegum fjárhæðum,2) enda segir J. Ól., að konan hafi vasast í peningaspekidationum bak við mann sinn, og stundum hlotið skelli. Séu afföll þessi reiknuð 1000 rdl., sem er víst áreiðanlega lágmark, verður netto ,,medgift“ frúarinnar þannig ca. 8000 ríkisdalir á giftingardegi. Enda þótt því skuli ekki neitað, að þetta sé nokkurt fé á Jreim tíma, þá voru Jrau auðæfi í rauninni smá- munir í samanburði við handritasafn Á. M. sem Jrá er orðið eitt merkasta og verðmætasta í öllum heimi. Má að Joví leyti segja, að konan hafi í rauninni verið hreinasti „proletar“ í samanburði við manninn, Jtegar til hjónabandsins var stofnað. Og hvað kemur svo upp, Jregar dánarbúið er innsiglað, og talið upp úr ,,járnskríninu?“ Úr skríninu koma i lausu fé 8014 rikisdalir. Sem sé peningar konunnar, sem þarna áttu afí vera, liklega upp á eyri eða kannski eitthvað betur.3) Hér kom allt til skila. Má af þessu marka, að konan hefur verið fjárgæzlukona, og peningar hennar ekki legið á lausu, enda segir Finnur Jónsson, að hún „synes ikke at have interes- 1) J. Ól. segir Á. M. hafa talað um 9000 rdl., en að ekki liafi komið til skila nema 6000 rdl. Mismunurinn 3000 rdl. eru þá væntanlega töp vegna misheppnaðra spekulationa frúarinnar, eða e. t. v. söluverð hússins, 3000 rdl., sem ekki liafi greiðst, enda átti Danmörk í miklum fjárhagserfiðleikum á þeim tíma (Norðurlandaófriðurinn). 2) Ýmsar greiðslur frá tíð eða vegna fyrri mannsins, t. d. Hendr. Schröder, Diderichsen Wichmann (ef kenning höf. er rétt, sjá næsta kafla), o. fl. 3) J. Ól. talar um 12,900 rdl., sem Háskólinn hafi tekið við, og í Berl. Tid. er nefnd talan 13.000 rdl., eða „over“. Hefur búið þá skilað mun meiru í reiðu fé, en sem því svarar sem frúin lagði með sér.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.