Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1967, Síða 63

Eimreiðin - 01.05.1967, Síða 63
JEPPE AAKJÆR OG GUÐMUNDUR INGI 151 sem Aakjær kvæntist, settist hann á skólabekk að nýju og varð stúdent 1895. Framan af árum sá Aakjær sér farborða með fyrirlestrahaldi og skólakennslu. En eftir þrítugt fór hann að gefa sig æ meir að skáld- skap, og árið 1899 gaf hann út sína fyrstu ljóðabók, „Derude fra Kærene“, undir áhrifum frá Karlfeldt, sem raunar var aðeins þrem árum eldri, en hafði þá þegar gefið út sína fyrstu ljóðabók, „Vild- marks- och Kárleksvisor“ (1895), og minnir bókaheitið hjá Aakjær á nafn ljóðabókar Karlfeldts. Vakti þessi fyrsta bók Aakjærs fremur litla eftirtekt, þó að þar væru ýmis góð kvæði. En með Ijóðasöfnun- um „Fri Felt“ (1905) og „Rugens Sange og andre Digte“ (1906) varð Jeppe Aakjær frægur, enda munu ýmis beztu kvæðin í þeim tryggja honum varanlegt rúm í danskri bókmenntasögu á ókomnum tíma. í formála fyrir „Rugens Sange“ kemst skáldið svo að orði: „Sumarið 1905 kom ég heim til Kaupmannahafnar með hugmynd- ina að „Rugens Sange.“ Ég var gagntekinn af henni. Ég gekk hvern sólskinsdaginn eftir annan yfir akrana hjá Jebjerg-mýri og hlýddi á söngrænan tón vepjunnar. Hið innra með mér var ólga, sem nálgaðist sprengingu, en kvæðin vildu ekki falla í form. Van- máttugur og grátandi yfir vonbrigðunum háttaði ég hvert kvöld. Ég reyndi að skipta um verustað, fór til Vestur-Jótlands. Þar varð til haustkvæðið: „Nu er sæden lang og gul.“ Meira gat ég ekki gert þá.“ Hann sneri aftur til Kaupmannahafnar sem niðurbrotinn maður. Skömmu eftir nýár 1906 fór hann á vit nokkurra góðra vina á Jótlandi, og „nú ortu kvæðin sig sjálf að nýju. Stundum urðu til þrjú kvæði á sólarhring. Þetta voru þær hamingjusömustu stundir, sem ég hef lifað. . . . Það var í febrúar, rnikill snjór á jörð. Ég fór á fætur hvern morgun við sólarupprás, gekk langar leiðir um fáförula stigu út á heiði. Á þessum gönguferðum myndaðist hrynjandi kvæð- anna. Ég hafði stælt hana upp úr frosinni möl, sem fyrir áhrif frá geislum vetrarsólarinnar minnti á gullið raf. Þegar ég kom heim í kvistherbergið mitt, gat ég auðveldlega fyllt formið með fögrum hughrifum haustsins“. Árið 1909 kom út ljóðabókin „Muld og Malm“, sem skiptist í 4 kafla. Voru meðal þeirra kvæði urn Robert Burns og þýðingar á Ijóðum hans, er sýna dálæti það, sem Aakjær hafði á hinum skozka skáldbróður. En hvorki stóðst ljóðasafn þetta né þau, sem á eftir fóru, samanburð við „Fri Felt“ né Rugens Sange“, þó að í þeim öllum væru ágæt kvæði innan um.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108

x

Eimreiðin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.