Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1967, Blaðsíða 37

Eimreiðin - 01.05.1967, Blaðsíða 37
AFMÆLISKVEÐJA TIL RICHARDS BECKS 125 þjóðrækni eða þjóðrækinn án þess að þeim komi dr. Richard Beck í hug. Lýsir þetta vel, hverjum augum menn líta störf hans. Að vonum hefur dr. Richard Beck lilotið ýmsar heiðursviður- kenningar um dagana. Háskóli íslands og háskólinn í Grand Forks hafa sæmt hann æðsta heiðri. Orður hefur hann hlotið margar og heiðursfélagi er hann í mörgum menningar- og bókmenntafélögum. Dr. Richard Beck kvæntist árið 1920 frú Ólöfu Daníelsdóttur frá Helgustöðum í Reyðarfirði. Frú Ólöf lézt árið 1921. Árið 1925 kvæntist Richard öðru sinni Berthu (Unu Kristbjörgu) Samson. Frú Bertha lézt árið 1958. Börn þeirra Richards og Berthu eru frú Margrét Helen Hvidson og Richard Jr. verkfræðingur. Þriðja kona dr. Richards Becks er frú Margrét (Brandson) Beck, og búa þau hjón rausnarbúi í Grand Forks. Þau munu nú á næstunni flytja bú- ferlum til Victoria í Brezku Columbíu. Dr. Richard Beck er vinur rnargra stórhöfðingja. Þegar hann er á ferðalagi, þá bjóða konungar honurn inn í hallir sínar. í Grand Forks hefur það og fallið í hlut dr. Richards Becks að taka á rnóti konungbornum mönnum. Slík störf fara honum vel úr hendi. Það þykir okkur, sem óbreyttari hljótum að teljast, þó mest um vert, að beri okkur að garði hjá dr. Richard Beck, en það ber mjög oft við, þá er okkur tekið þar eins og konungum. Richard Beck er fyrst og fremst mikill höfðingi vegna þess, að höfðingskapur hans og hjálpsemi fara aldrei í manngreinarálit, og víst er um það, að hann leggur öllum gott eitt til. Þó að orðaforði hans sé mikill, vantar þar í öll lastyrði. Ef hátterni manna gengur alveg fram af þessum granna mínurn og vini, þá segir hann stundum: „Er hann með ein- hverjar kúnstir þessi?“ Lengra er svo ekki haldið í þá áttina. Á sjötugsafmæli Richards Becks virðist ekki úr vegi að biðja Eimreiðina fyrir kveðjur og árnaðaróskir honum til handa. Þær kveðjur eru einnig ætlaðar konu hans frú Margréti. Vinir þeirra hjónanna vænta þess, að þeim muni vel vegna í nýju heimkynnun- um við Kyrrahafið. Haraldur Bessason.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.