Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1967, Blaðsíða 51

Eimreiðin - 01.05.1967, Blaðsíða 51
FJÁRHAGSFORSENDUR ÁRNASAFNS 139 seret sig ior andet end penge, og var vist — paaholdende og nærig.“ Vafalaust hefur hún alla tið haldið fjármálum sinum fyrir sig, haft aðskilinn fjárhag, sem kallað er, „hún hafði“ — segir J. Ól. — „samt sem áður peningamök við ýmisslegt fólk“ bak við mann sinn. En sem sagt, hér koma peningar frúarinnar, — den „betydelige medgift," sem höf. talar um, — allir í leitirnar. Það hefur enginn haft upp á þær heimtur að klaga. Þessi „úttekt“ eða uppgjör á dánarbúinu 1730 tekur, sem sjá má, af skarið um það, að af peningum frúarinnar muni ekkert hafa farið til safnsins — eða áreiðanlega ekki neitt sem nemur, — hvorki til söfnunar eða kaupa á handritum, afritunar fornskjala, launa og uppihalds af- ritara, o. s: frv., heldur muni Á. M. hafa staðið straum af þessu sjálfur, af eigin tekjum sínum og eignum. Handritasafnið var að öllu leyti eign og framlag Á. M. sjálfs, og er að sjálfsögðu aðalverðmæti Árnastofnunar í dag. Höf. hefur sjálfur verðlagt handritin á 6000 milj. ísl. króna, (það af þeim sem hingað á að koma). Sjóður stofnunarinnar mun hins vegar ekki fara fram úr 600 þús. ísl. kr. Peningaeign sú, sem safninu fylgdi samkvæmt „erfðaskránni" var og er að því leyti algert aukaatriði, eins og áður er sagt, enda þótt því skuli ekki neitað, að sitthvað gott hefur af henni leitt á liðnum tímum. Er það í rauninni rangt, að blanda þessu tvennu saman, sjóð og safni, því enda þótt segja megi, að sjóðseignin sé af dönskum uppruna, „fra danske kilder“ eins og höf. kemst að orði, þá hafa Islendingar heldur ekki gert kröfu til hennar,1) heldur eingöngu hinna gömlu handrita og fornskjala í safninu, sem enginn getur borið brigður á, að séu af islenskum uppruna, og safnað og saman haldið fyrir frum- kvæði og framkvæmd íslendingsins Árna Magnússonar, og, að því er til þurfti, eigin fjármuni hans, en á engan hátt hinnar norsku eða „dönsku“ konu hans, Mettu Fischer. Þetta er staðreynd, sem menn hal'a e. t. v. ekki gert sér grein fyrir sem skyldi, en sem þó er með öllu von- laust fyrir höf. eða aðra danska áróðursmenn að reyna að komast fram hjá. Ég skal svo ekki fjölyrða frekar um hjónabandsmál Árna Magnús- sonar, og upphaflegar fjárhagsforsendur safnsins, og hefur reyndar teygzt úr þessu meir en ég ætlaði. Ég kemst þó ekki hjá því að víkja nokkrum orðum að hinum „gode salige Mand,“ sem talað er um í „erfðaskránni“, en mun þar reyna að fara fljótar yfir sögu. 1) Mér er ekki kunnugt um hvernig það ákvæði dönsku afhendingar- laganna er til komið, að fylgja skuli handritunum hingað einhver hluti af núverandi sjóðeign Árnastofnunar, mér vitanlega hafa ísl. aldrei farið fram á neitt slíkt.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.