Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1967, Síða 82

Eimreiðin - 01.05.1967, Síða 82
170 EIMREIÐIN boð mikið, og fanst mér til um virðuleik húsbónda míns og hver virðing honum var sýnd. Ef við stöldrum aðeins við vegna þessa atviks, er ég áður lýsti, vil ég minna á, að það gerðist á því Herrans ári 1914, en óðalsbóndinn, sem reiddist, mun hafa verið fæddur laust eftir 1850 — ef til vill minn- ugur harðra kosta á uppvaxtarárum, en Noregur er harðbýlt land sem Island. Þá voru öll skilyrði ólík þeim, sem komin voru til sögunar er þetta bar til, og svo gerólík sem hugsast geta skilyrðum þeirra vel- gengnistíma sem við nú lifum á. Minnugur reynslu forfeðranna var hann að gefa börnum sínum ráðningu, sem þau áttu að læra af og muna, og hann gerði það með þeim hætti, sem honum flaug í hug á þessari sömu stund — án umhugsunar um háttvísi — eða gleymdi hann henni af ásettu ráði? Hann sleikti diskinn sinn. Þetta skyldi vera sú ráðning, sem gleymdist ekki. Sjálfum hefur honum fundizt, að hann væri að vara við hættum, öðrum og meiri er koma myndu í kjölfar þeirrar borgarvenju að skilja eftir dálítið af mat á diskinum sínum, og af því að skapið var mikið hlaut þetta gos að koma. Lyppast niðnr gat hann ekki. Og hann var óumdeilanlega sá, sem valdið hafði, sá, sem hafði agað sín börn, er alin höfðu verið upp í þeim anda, að heiðra föður sinn og móður svo þau yrðu langlíf í landinu. Enn voru þeir tímar, er hið gamla var virt, það, sem gamalt var og gott — og ef til vill líka sumt, sem var miður gott, og tengslin voru traust milli foreldra og barna. Síðar — á lýðháskóla í Noregi 1917 — heyrði ég oft unglingana syngja af innileik og tilfinningu: Du gamle mor du sliter arm, svo sveitten er som blod, eftir Aasmund Olavson Vinje. Og þess er ljúft að minnast sem flests annars frá þessum löngu liðna tíma. En það varð stutt í Noregsdvölinni, miklu styttra en ég hafði ætlað. Heimstyrjöld reið yfir og vegna óvissunnar um hversu lengi hún mundi standa og siglingar heim óvissar ákvað ég að reyna að komast heim um Danmörku, og á leiðinni frá Þrændalögum suður fjöllin til Kristjaníu sat ég innan um tóma Þjóðverja, sem sungu við raust og hrópuðu annað veifið: Til Parisar, til St. Pétursborgar. Það átti að sigra heiminn með valdi vopnanna. Rödd Berthu von Suttner, höfundar hinnar frægu skáldsögu Die Waffen Nieder var þögnuð. £g hef rifjað upp nokkrar minningar frá sumrinu 1914 um atburði, sem áttu sér stað áður en hildarleikurinn mikli, fyrri heimsstyrjöld, hófst, og af þeim og fleirum bjarmar enn í huga mínum, en enginn má ætla, að mér hafi ekki verið Ijóst — og hafi jafnan verið — að þá, fyrr og síðar, fór því fjarri að allt væri í Ijómanum. Öll saga var þá sem ávallt
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108

x

Eimreiðin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.