Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1967, Page 27

Eimreiðin - 01.05.1967, Page 27
UM MAGNÚS ÁSGEIRSSON 115 lagðist niður. Er það táknrænt um þessa vel menntuðu bókmennta- menn. Á íslandi var ekki unnt til lengdar að halda úti svo giæsi- legu riti, sem tvímælalaust hefur verið í röð merkari bókmennta- tímarita á Norðurlöndum. í staðinn fyrir að gera það að vettvangi miðlungsmennskunnar, völdu þeir Magnús og Tómas þá heiðar- legu leið að láta það deyja ungt. Tilraunir, sem síðar hafa verið gerðar af öðrum til að endurvekja tímaritið, hafa verið með öllu gagnlausar; þegar samvinnu þeirra skáldanna lauk átti Helgafell sér ekki lengur lífsvon. Ljóðaþýðingar Magnúsar Ásgeirssonar hafa mesta þýðingu haft fyrir tvö ljóðskáld: Stein Steinarr og Guðmund Böðvarsson. Það er auðvelt að finna dæmi í ljóðum Steins, sem benda til þess að hann hafi lesið þýðingar Magnúsar og lært af þeim. Steinn skrifaði eftir- mæli um Magnús í Alþýðublaðið, og sagði m. a.: „Við, sem þekkt- um hann vel og lengi, virtum hann mikils — og meira en aðra menn. Við vorum lneyknir af því að mega umgangast hann, hvern- ig svo sem á kunni að standa. Hann var óvenjulegasti og ógleym- anlegasti persónuleiki, sem við höfum kynnzt bæði fyrr og síðar.“ Það mun ef til vill þykja djarft að halda því fram, en mér sýnist það sannleikanum samkvæmt, að þroski Guðmundar Böðvarsson- ar sem skálds sé nær óhugsanlegur án Magnúsar Ásgeirsosnar. Bóndinn úr Borgarfirðinum hefur snemma hlýtt leiðsögn Magnús- ar, og oft og tíðum yrkir hann undir merkjum hans. Á ég þá eink- um við þýðingar Magnúsar úr skandinavískum málum. Guðmund- ur orti falleg eftirmæli um vin sinn, og tók að sér útgáfu bókar með síðustu þýddum ljóðum Magnúsar, sem Bókaútgáfa Menning- arsjóðs gaf út árið 1961. Þær þýðingar Magnúsar, sem nýstárlegast- ar voru í formi og efnismeðferð, sýndu óvæntar aðferðir, höfðu mesta þýðingu fyrir Stein; Guðmundur hreifst mest af þjóðfélags- kvæðunum, þeim ljóðum sem tóku fyrir atburði og vandamál líð- andi stundar. Eitt af síðustu verkum Magnúsar Ásgeirsosnar var ritstjórn bók- arinnar Ljóð ungra skálda, sem Helgafell gaf út 1954. Skrifaði Magnús formála fyrir bókinni, sem sýnir næman skilning á sjón- armiðum hinna ungu skálda og ríka samúð með þeim, þótt Magn- ús gæti tæplega tekið undir allt, sem þau höfðu fram að færa. í þessari bók kennir margra grasa; sumt er veigalítið og hefur aðeins gildi fyrir afstöðu sína gagnvart nýjum tíma, en ýmislegt efni þess- arar bókar hefur reynzt varanlegra, vísað veginn.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.