Eimreiðin - 01.05.1967, Side 32
120
EIMREIÐIN
þýðing alltaf þótt með því stórbrotnara, sem eftir Magnús liggur,
þótt hún ein sér gefi ekki sanna hugmynd um víðfeðman skáldskap
Bloks.
Þýzku skáldin Heine og Goethe lagði Magnús mikla rækt við.
Hann þýddi hluta af Fást, hóf snemma það verk, en tókst ekki að
ljúka því fyrir andlát sitt. Á Fást mun hann hafa haft miklar mætur.
Af öðrum lengri verkum ber sérstaklega að geta Kvæðisins um
fangann, eftir Wilde, og Rubajats eftir Ómar Kajam. Margir þýð-
endur hafa fengizt við Rubajat, en enginn skilað því verki jafn
snilldarlega á íslenzku og Magnús. Kvæðið um fangann kom fyrst í
Rauðum pennum (dálítið undarlegur félagsskapur var þar á köfl-
um) en síðar var það sérprentað myndskreytt og handleikið af mörg-
um ljóðavinum sem gersemi, enda þýtt af glæsilegri íþrótt og ríkt
af heitum tilfinningum.
Fánýtt er að halda þessari upptalningu áfrarn. Af svo mörgu er
að taka, sem flest minnir okkur á hvað við skuldum Magnúsi mik-
ið. Það er kannski fáránlegt að taka til orða á þá leið, að margir
ljóðavinir myndu fúslega hafa skipti á nokkrum skáldum fyrir
Magnús Ásgeirsson. Það verður þó að teljast sannleikanum sam-
kvæmt, því framlag hans til íslenzkrar ljóðagerðar er á við fram-
lag margxa skálda, bæði hvað snertir afköst og gæði.
í Síðustu þýddurn ljóðum Magnúsar, sem Guðmundur Böðvars-
son gaf út eins og fyrr segir að Magnúsi látnum, eru nokkur ljóð
eftir skáld sem Magnús hafði snemma tekið ástfóstri við: Hjalmar
Gullberg, Lee Masters, Auden, Överland og fleiri. í bókinni er birt
upphaf The Waste Land, eftir T. S. Eliot, og sýnir það að Magnús
hefur ætlað sér að þýða þetta mikla verk, sem er með stórbrotnustu
Ijóðurn nútímans. Sennilega hefur Magnúsi þótt nóg um það tóm-
læti, sem lýsir sér í því að íslenzka ekki The Waste Land, og úr því
að ekkert ungt skáld sýndi manndóm í sér til að fórna því tíma og
kröftum, hefur honum sennilega runnið Hlóðið til skyldunnar.
Það er ekki sársaukalaust, að Magnúsi tókst ekki að ljúka við þýð-
ingu á The Waste Land:
Apríl er grimmastur allra mánaða — vekur
blóm upp úr dauðum berangri, blandar saman
þrám og minningum, kitlar
dofnar rætur með regni.
Veturinn hélt á oss varma, hjúpaði
jörðina í mjöll og gleymsku, geymdi
lífsvott í þurrum laukum.