Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1967, Page 36

Eimreiðin - 01.05.1967, Page 36
124 EIMREIÐIN bókmenntum við Ríkisháskóla Norður-Dakota. Nú í ár lætur hann af embætti fyrir aldurs sakir. Aðalkennslugrein dr. Richards Becks við háskólann í Grand Forks hefur verið norska og norskar bókmenntir. Auk þess hefur hann mjög oft efnt til námskeiða í íslenzku. Auk kennslustarfanna liefur hann svo gegnt ýmsum ábyrgðarstöðum á vegum háskóla síns. Ber þar helzt að nefna, að hann var um langt skeið forseti hinnar erlendu tungumáladeildar skólans. Ritverk dr. Richards Becks eru slík að vöxtum, að í þessari af- mæliskveðju er ekki unnt að nefna nema nokkur dæmi. Helztu rit- verk hans á ensku eru: Icelandic Lyrics 1930, The History of Scan- dinavian Literatures (Richarcl skrifaði hluta þessa verks) 1938, History of Grand Forks Deaconess Haspital 1942, Icelandic Poems and Stories 1943, A Sheaf of Verses 1945 (Þessi bók hefur verið gefin út með viðbótum 1952 og 1967), History of Icelandic Poete 1800— 1940 1950, Jón Thorlaksson, Icelandic translator of Pope and Mil- ton 1957. Hér rná einig nefna kafla, sem Richard hefur skrifað fyrir safnrit svo sem þætti í Encyclopœdia of Literature 1946 og Iceland’s Thousands Years 1945. Helztu ritverk á íslenzku eru þessi: Ljóð- mdl 1930, Saga Hins evangelisk-lútherska kirkjufélags Islendinga í Vesturheimi 1935, Ættland og erfðir 1950, 7 átthagana andinn leit- ar 1957. Enn skal nefna að Richard annaðist útgáfu á bók K. N. Júlíusar 1945 og kvæðum séra fónasar Sigurðssonar, Ljóðmceli, 1946. Sérprentaðar ritgerðir á íslenzku eru margar og ekki má gleyma því, að Richard var ritstjóri hins fróðlega Almanaks Ólafs Thorgeirssonar 1941—1954. Ef telja ætti blaða- og tímaritsgreinar eftir dr. Richard Beck, myndi slík upptalning verða efni í margar bækur. Þá minnist ég þess, að ekki er langt um liðið síðan áreiðanlegur rnaður tjáði mér, að dr. Richard Beck væri nú búinn að flytja meira en 1200 ræður víða um lönd við alls konar tækifæri og að flestar þessar ræður hafi á einn eða annan hátt verið tengdar íslandi. Einhver kann nú að segja, að talan 1200 sé nokkuð há. Því er til að svara, að eftir að hafa þekkt dr. Richard Beck í allmörg ár myndi ég hafa gizkað á enn hærri tölu, ef álits míns hefði verið leitað. Ræðuhöld dr. Richard Becks eru hluti af því mikla þjóðræknis- starfi ,sem hann hefur unnið á vegum Vestur-íslendinga. Á þeim vettvangi hefur Richard unnið svo ötullega, að þar á hann enga jafningja. Hygg ég, að engir íslendingar beri sér í munn orðin
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.