Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1967, Blaðsíða 46

Eimreiðin - 01.05.1967, Blaðsíða 46
134 EIMREIÐIN Er þá fyrst að athuga nánar, hvort Á. M. rnuni hafa gifzt konu þessari „til fjár,“ sem kallað er. Sannleikurinn er sá, að próf. Westergárd-Niel- sen er ekki upphafsmaður að þeirri kenningu, þótt hann þykist nú færa henni auknar líkur, sem fyrr segir.1) Finnur Jónsson segir í ævisögu Á. M.: „Sikkert er, at hun (þ. e. konan) var bemidlet, og det er vel dette, der for Árni har været af betydning", o. s. frv. Sama kemur fram hjá öðrum fræðimönnum, sem á Jretta minnast. Um Jressa skoðun mun sennilega hafa mestu ráðið aldursmunur hjónanna, og auk Jiess óbeint Jsau ummæli Jóns Ólafssonar, sem kunnugur var einkahögum Á. M. síð- ustu æviárin, að konan hafi verið honum „einn heimulegur húskross". Enda liafa íslendingar alltaf virzt hafa horn í síðu Jressarar konu, Jr. á m. hugsað sér hana lítt ásjálega eða Jraðan af verra, svo sem skemmst er að minnast af meðferð Jieirri, sem hún fær hjá Laxness, að vísu í skáld- verki, Jrar sem henni er lýst með „krúng úr baki“ og munninn á „miðj- um maga“. Þetta píslarvætti á Á. M. að hafa lagt á sig til Jress að geta, fyrir peninga konunnar, bjargað hinum fornu menningarverðmælum okkar og annarra norrænna Jyjóða. Og Jressu höfum við síðan trúað í blindni, leikmenn og allur almenningur, beggja rnegin hafs. Próf. W.-N. segir Á. M. hafa einungis verið „fátækan ísl. stúdent", og gefur í skyn, að öll hans „prompte elevation" og Jijóðfélagsframi hafi verið fyrir hans ríku giftingu í Khöfn. Þetta er allsendis ósæmileg sögu- túlkun. Á. M. var sýslumannssonur og sæmilega vel að heiman búinn, að Jreirra tíma vísu. Hann komst fljótlega i launuð störf og (síðan) emb- ætti í háum launaflokkum. Hann var reglusamur í öllum háttum og frá- bitinn eyðslu og óhófslifnaði. Það er því lítill vafi á, að hann hafi fljót- lega komizt í góð efni, og Jiegar hann loks giftist, Jrá orðinn 45 ára, er hann búinn að vera í hálauna embættum og störfum um lengra árabil, skjalavörður og prófessor og konunglegur commissarius. Og J)að sem meira er um vert, að Á. M. var mikið til búinn að safna handritunum, áður en hann gekk að eiga margnefnda konu. Enda mun hann og hafa komizt tiltölulega létt út af Jrví fjárhagslega, Jrar sem meginhluta Jieirra fékk hann ýmist gefins eða að láni (til afskrifta), en miklu sjaldnar að hann þyrfti að greiða fyrir ]>au. Þegar þessa er gætt, að Á. M. er Jregar kominn á efstu þrep hins „sociale rangstige", orðinn vel stæður fjárhags- lega, og auk Jress búinn að safna umræddum fornskjölum og handritum, 1) Ég sé enga ástæðu til þess að leggja meir upp úr því, sem fært er í „líkbók“ kirkjunnar um aldur hinnar jarðsettu konu, heldur en frásögn J. Ol., sem á tveim stöðum getur um aldur hennar. Enda viðurkennir höf., að um villu geti verið að ræða. Og spyr réttilega, hvaðan líkbókin hafi svo þessar upplýsingar um aldurinn? Hefði höf. komið með skírnarvottorð upp úr kirkjubók myndi hafa gegnt öðru máli, en því er ekki að heilsa. Berl. Tid. segir (í ritd.) að „begravelseprotokollernes angivelser normalt (er) ikke til at stole paa.“.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.