Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1967, Side 48

Eimreiðin - 01.05.1967, Side 48
136 EIMREIÐIN hafa e. t. v. gert sér grein fyrir. Þegar vel er að gáð má sjá þess deili, að Á. M. hafi verið búinn að „stíga í vænginn" við konuna, sennilega um lengri tíma, og meðan hún var gift fyrri manninum. En svo er frá sagt, að Á. M. hafi haft þann sið að ganga við hjá henni (þeim) á morgnana og drekka te, á leið sinni á skjalasafnið. Þetta gæti verið athyglisvert atriði. Það sýnist varla þurfa mikið hugmyndaflug til þess að láta sér detta í hug, að eiginmaðurinn hafi e. t. v. stund- um verið farinn til vinnu sinnar, fyrst þessi tími var valinn til heim- sóknanna. Hafa má í lniga, að Á. M. var áreiðanlega kvenhollur vel, þótt hann færi vel með það. „Mesta kvennamannaætt í landinu" lætur I.axness biskupsfrúna segja í ísl. klukkunni, og mátti víst til sanns vegar færa nokkuð svo, enda lentu t. d. bæði faðir hans og bróðir í miklum erfiðleikum vegna lauslætis og útundanhlaupa (embættamissir, dómar). — Og vel kunni hann að meta kvenlegan þokka, ef svo bar upp á, eins og ævintýri hans og Þórdísar í Bræðratungu — Snæfríðar íslandssólar — bar vitni um, glæsilegustu konu á íslandi í þann tíð. — Þessar morgunheimsóknir virðast nokkurn veginn afsanna hugmyndir manna um „óásjáleik“ konunnar, hvað sem öðru líður. Hinn hávirðulegi prófessor og fagurkeri hefði varla látið sér svo títt um söðlasmiðs- konu(na) nema af Jrví að hann hafi verið hrifinn af henni, eða séð eitthvað við hana, sem kallað er. Og ekki hafði söðlasmiðurinn nema rétt gefið upp öndina þegar Á. M. tekur upp þráðinn aftur, og gengur að eiga ekkjuna, strax á sama eða næsta ári.1 2) Sýnist Jætta allt benda til Jjess, að Á. M. hafi hlotið að vera eitthvað hrifinn af Jtessari konu, og gifzt henni í þá veru,-) en ekki vegna peninganna, svo sem venjulega hefur verið álitið. Hitt má vel vera, enda svo sem ekki óalgengt, að hrifningin hafi dofnað eitthvað er frá leið, og sambúðin e. t. v. stirðnað, Jiegar árin færðust yfir, og konan Jjví orðin honum „kross“ á heimilinu, í elli sinni og heilsuleysi. Um Jietta vitum við að sjálfsögðu ekkert með vissu, en geta mætti sér til, að ummæli J. Ól. væru af þessum rótum runnin. Ég vil nú víkja að því, sem meiru máli skiptir, nfl. hver áhrif kvon- fang Á. M. og Mettu Fischer, — af hvaða hvötum sem til Jtess var stofnað, — hafi raunverulega haft i sambandi við söfnunarstarf Á. M. og stofnun Árnasafns. 1. Því mætti skjóta hér inn í, að um sama leyti varð Þórdís í Bræðrat., einnig á lausum kili — og einnig vel efnuð, — en samt valdi Á. M. hina dönsku ekkju. 2. Höf. orðar það svo, eða getur þcss til, að verið hafi „varig sympati," og sameiginlegar „interessur," sem „hnýtt hafi Jretta fólk saman" í meir en 20 ár. En hvað hefur hann fyrir sér í því, að það hafi ekki getað verið eitthvað meira en „sympati" og „interesser“? í rauninni alls ekkert.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.