Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1967, Blaðsíða 25

Eimreiðin - 01.05.1967, Blaðsíða 25
UM MAGNÚS ÁSGEIRSSON 113 rökkursins og angurværðarinnar. Bergmál frá glæsilegum ferli Stefáns frá Hvítadal heyrast á stöku stað; persónulegur sársauki einkennir mest viðhorf skáldsins til lífsins, og það er líkt og skáldið búi yfir leyndarmálum, sem það vill ógjarnan ljóstra upp. Hugur þess er dulur, og það er kannski ein af skýringunum á því hvers vegna Magnús kaus að segja skoðanir sínar með hjálp annarra skálda. Ekki er trúlegt að rnaður með hans skapferli hafi látið þær bókmenntir sem hann kynntist, buga svo eigin löngun til tjáning- ar, að hann hafi staðið varnarlaus gagnvart þeim. Ástæðulítið er að velta vöngum yfir þessu. Það sem mest er um vert er það, að Magn- ús tók hin erlendu 1 jóð í þjónustu sína í því skyni að túlka eigin lífsmynd, en ekki aðeins til þess að vekja athygli á skáldskap ein- hvers sérstaks höfundar eða sýna einhverri ákveðinni þjóð virðingu sína. Hann varð eitt af mestu skáldum sinnar samtíðar af þýðing- um einum saman, og það vita þeir sem kynni hafa haft af þess- um ljóðum á frummálinu, að á íslenzku hafa þau þegar bezt lætur eflst; jafnvel lítil skáld sem í heimalöndum sínum hafa enga veru- lega athygli vakið, virðast eftir þýðingum Magnúsar að dæma stærri en almennt gerist. Þetta stafar af því að Magnús lætur sér ekki nægja að þýða, hann endurskapar. Margir ljóðaþýðendur eru ásakaðir fyrir skort á nákvæmni. Ég hef aldrei heyrt að nokkur hafi hreyft slíku í sambandi við þýðingar Magnúsar. Samt er Magnús ekki alltaf nákvæmur. Hann er aftur á móti trúr þeirri grundvallar- reglu góðs þýðanda: að skapa eftirminnilegan skáldskap á eigin máli, og helzt ekki sýna að um þýðingar sé að ræða. Það er mjög auðvelt að þýða illa. Það er auðvelt að misskilja þá höfunda, sem þýðandi hefur valið sér verk eftir. Það er auðvelt að vera fljótur að þýða. Það er auðvelt að vera hvorki trúr frumkvæð- inu eða sjálfum sér. En sá, sem hefur gert það að starfi sínu að fást við þá bókmenntagrein sem ljóðaþýðingar eru, honum er lögð jafn þung skylda á herðar og þeim sem yrkir sjálfur, ef til vill meiri. Sá sem er uppvís að því að þýða illa, fær enn meiri skömm en sá sem yrkir vond kvæði. Það er sjálfsagt að fyrirgefa mönnum slæma Ijóðasmíði, en það er erfitt að sætta sig við, að menn vinni slælega að þeim verkefnum, sem eiga að vera til glöggvunar for- vitnum lesendum í stórum heimi bókmenntanna. Sú freisting, sem mörgum bókmenntamönnum virðist erfitt að standast: að lýsa upp fátæklegt nafn sitt með ljósi snilldarhöfunda, skilur oft ekki eftir jafn varanleg merki og margar aðrar freistingar af betra tagi. Það
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.