Eimreiðin - 01.05.1967, Side 52
140
EIMREIÐIN
IV. kafli.
„Min gode salige Mand.“
Eins og ég gat um hér að framan mun hið óbeina tilefni þess, að
prófessorinn fer að grafa fyrri mann konu Árna Magnússonar fram úr
gleymsku sögunnar, vera gagnrýni sú, sem fram hefur komið á „erfða-
skrá“ Á. M., sem eignarhald Hafnarháskóla að Árnasafni hefur byggzt
á. Meðal annars gæti svo virzt í fljótu bragði, að í plaggi þessu sé talað
um Á. M. sem þegar dáinn, er „undirskriftirnar" fóru fram. Hefur það
orðalag að vonum þótt dálítið grunsamlegt, ásamt mörgu fleiru í sam-
bandi við þennan furðulega arfleiðslugerning. Og furðidegast er þó
e. t. v. það, að erfðaskráin sjálf, þetta höfuð heimildargagn Dana fyrir
handritunum, skuli hvergi fyrirfinnast, hvorki í skjalasafni Háskólans,
danska ríkisins né í Árnasafni sjálfu. Þeir segja bara, að skráin hafi
týnzt! Hefur þess vegna ekki farið hjá því, að ýmsar grunsemdir hafi
vaknað, svo sem m. a. kom fram í danska þinginu, þar sem sumir þing-
menn töluðu um erfðaskrána sem „i höj grad tvivlsomt dokument." Enda
er jtað eins og að koma við opna kviku hjá þeim háskólamönnum, ef
minnst er á þessa hluti. Því var það, að einn skeleggasti úr þeim hópi,
Viggo Starcke fyrrv. ráðherra, óð fram á ritvöllinn, sem stundum áður,
en hann er einn illvigasti andstæðingur handritamálsins frá fyrstu tíð.
Meðal annars veittist hann að undirrituðum, út af blaðaviðtali í fyrra,
og grein sem ég skrifaði um erfðaskrána fyrir nokkrum árum.1) í stuttri
svargrein í Berl. Tid. varpaði ég fram þeirri spurningu, hvort „min
gode salige Mand,“ sem frúin talar um í erfðaskránni, muni ekki
hafa verið Á. M. sjálfur, sem jrá hafi eftir þvi verið „allerede blevet
salig, d. v. s. död, paa det tidspunkt da testamentets tekst blev af-
fattet,“ (sjá neðanmálsgr. hér að framan). Þessi spurning virðist hafa
komið mjög illa við jrá ytra, sem kanski var vonlegt, og tók þá prófessor-
inn, form. Árnasafnsnefndar, sér fyrir hendur, að reyna að færa sönnur
á, að átt sé við fyrri mann konu Á. M. með Jressu orðalagi, til
jress að bjarga þannig trúverðleik erfðaskrárinnar, að jrví leyti. Segir
hann túlkun mína ekki „loyal“ og skorti „logisk, sproglig og juridisk
baggrund.“ Undir Jretta tók síðan ritd. Berl. Tid., sem telur mig hafa
leiðst á „vildspor."
Það er nú að vísu rangt hjá prófessornum, að ég hafi staðhæft neitt
um Jretta atriði, heldur spurði ég einungis, og í jrá veru, að Jreir kæmu
1) Yfir alda haf, 1965. „Erfðaskrána" sjálfa (afritin) er að finna í bók
Finns Jónssonar: A. M. levned og skrifter I—II. Margnefndur bæklingur próf.
Westergárd-Nielsen mun fást í bókabúðum.