Eimreiðin - 01.05.1967, Blaðsíða 96
184
EIMREIÐIN
uppbætur meira eða minna í tengslum við kynlíf og bera jafnvel
blæ af kynlífsdyrkun goðsagnaaldanna á fyrri tímum. En yfirleitt
gera fáir sér grein fyrir þessu og telja slíkar hreyfingar síður en svo
til trúarbragða eða trúarsiða. En þær ná einmitt sterkustu tökum á
ungu fólki, sem í uppeldi sínu fer á mis við trúarsiðu eða er bein-
línis algjörlega vanrækt í uppeldi og ræktun trúartilfinningar. Það
má segja um það hið fornkveðna, „að ekki er þorstinn vatnsvandur".
Og sá, sem ekki fær að drekka úr lindinni, leggst niður við forar-
pollinn til að svala sér, þótt ekki væri nema sárasta þorstanum.
Stundum berst þessi leit inn á svið heilbrigðra lífsviðhorfa og fólk-
ið finnur hina réttu svölun, en oftar ber hún fylgjendur sína til öfga
og óhamingju einkum í ástamálum og stundum verður áfengi
og eiturlyf því að átrúnaðargoðum og er það ein hin hryllilegasta
afleiðing þessara gervitrúarbragða í nautnatízku og yfirborðsmenn-
ingu eftirstríðskynslóðarinnar.
Þessar gervitrúarstefnur eða tízkufyrirbæri, sem grípa um sig í
trúartilfinningum fólks meðvitað eða ómeðvitað hafa hvorki ákveðn-
ar stofnanir eða mótaðar skoðanir. Þess vegna er mjög erlitt að
lienda reiður á þeim. En oft koma þó frarn nokkurs konar helgisiðir
í sambandi við gervitrúarbrögð tízkunnar. Þannig er við val og út-
valningu fegurðardrottninga og íþróttameistara. En það fær algjör-
lega trúarlegan eða rituellan svip og er tekið með trúarlegu ofstæki
sem birtist í ópum og öskri á leikvöngum og í sýningarhöllum þjóð-
anna.
Áberandi í slíkri dýrkun, sem stundum er nefnd „stjörnudýrkun”
er hin sterka hneigð til eftirsköpunar og löngun til aðgjiira „guðinn,“
hvort sem það er fegurðardrottning, íþróttakóngur eða kvikmynda-
stjarna, að fyrirmynd. Hið sama kemur einnig fram í persónudýrkun
stjórnmálamanna og stjórnmálaflokka.
Heimsmeistarinn gjörir þetta eða hitt, sem dýrkendurnir vilja
gera á sama hátt, hárgreiðsla, klæðaburður og fas verða trúaratriði.
Einnig kemur þarna fram fórnarhugmyndir og lausnargjald. Kyn-
lífshetjan gerir þetta og þetta og því hlýtur það að vera allt í lagi
með það, þótt dýrkendur hegði sér á sama hátt. Hann hefur afsökun
í liegðun hetjunnar. Hvað höfðingjarnir hafast að, hinir ætla sér
leyfist það. Geimfarinn svífur í geimnum og er þannig brautryðjandi
hins komanda lífs bæði fyrir mig og þig.
Þessir forkólfar, meistarar og „drottningar“ verða þá hinir eigin-
legu prestar þessara gervitrúarbragða tízkunnar. Þeir fullnægja meira