Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1967, Síða 101

Eimreiðin - 01.05.1967, Síða 101
RITSJA 189 Ég man þá tíð, er „í nesinu“ gat fátt að líta nema fáein hús, gróður- lausa kletta, sanda og leirur, en ég var ekki nema níu ára, er ég fyrst kom þar, á leið „í sveitina“, og heill- aðist af þeirri fegurð, sem þar gat að líta, en henni lýsir bókarhöfundur snilldarlega, og er eftirfarandi kafli birtur jafnframt sem sýnishorn rit- listar hans: „Við erum í Borgarnesi á kyrrum sumardegi. Það er komið nær mið- munda, sól í heiði, útfiri sjávar og værð yfir láði og legi. Svört sker og þangbrúnir tangar eru að koma úr kafi, og inni á hrægrunnum firðin- um dökknar fyrir löngum sandeyrum milli ála, þar sem letilegir mávar láta berast fyrir straumnum og nenna ekki að blaka væng eða spyrna við fit. Úti fyrir móka Borgareyjar, og vitann á Miðfjarðarskeri hillir uppi. — Handan Borgarfjarðar rísa typpt hamravirki Hafnarfjalls og Skarðs- heiðar, sviplík egypzkum pýramíðum, sem farnir eru að veðrast og hrörna, en mikilúðlegri öllu því, sem stól- konungar jarðar hafa látið þræla reisa. Gráar, snarbrattar skriðurnar, sem mynda langar keilur niður frá hverri klettaskoru, kögraðar grænum og gulum rindum hið neðra, lijúpast í voðfelldri mýkt og bregða sums stað- ar á sig rauðblárri slikju . . .“ Hér verður að láta staðar numið, en allmiklu lengri er lýsing liöfundar á fegurð þeirri, sem við blasir af klettunum í nesinu. Veit ég ekki aðra lýsingu fegri í óbundnu máli, og mun hún ávallt verða kær okkur, sem unnunt Mýraströndinni, eigi síður en hið fagra kvæði Sigurðar frá Arnar- holti um Hjörsey, orkt á sumarnóttu, er „fuglar þögðu á strönd og straumi að styggja ei næturíriðinn þinn.“ Öll er bókin ágætlega rituð og jafnvel kaflar, þar sem óhjákvæmi- lega er allmikið um upptalningar, því að höfundur er laginn að koma einhverju að jafnan, til þess að gera frásögnina lifandi og oft skemmtilega En hér koma margir við sögu og sjálf- sagt má enn í dag um ýmislegt deila, sem um er fjallað, og verður aldrei siglt fyrir öll slík sker við samningu rita sem þessa, en enginn mun draga í efa, að höfundurinn hefur unnið verkið allt af samvizkusemi, á grund- velli jteirra heimilda, sem hann hafði með höndum, en hann tekur fram í formála, að ekki hafi tekizt „að kom- ast að öllum þeim gögnum, er þó eru til“. Bókin er 352 bls. í stóru broti, prentuð á ágætan pappír, og fjölmarg- ar myndir eru í henni, prentaðar á bezta myndapappír. Band er óvenju snoturt og að enskri fyrirmynd — engin óþörf eða ósmekkleg gylling á kili t. d. Margir munu verða til þess að fagna útkomu hennar, ekki aðeins Borgnesingar, Mýramenn og Borgfirð- ingar, heldur og allir þeir, sem þang- að eiga ættir að rekja, eða hafa átt þar sínar aðrar bernskustöðvar, en svo er m. a. um fjölmarga Reykvík- inga. Og vafalaust verður henni vel tekið hvarvetna og þarf hún að vera til í öllum bókasöfnum landsins að sjálfsögðu. Útgáfan er á vegum Iðunnar (Valdi- mars Jóhannssonar) og er bókin prent- uð í Odda. A. Th. Dr. Richard Beck: A SHEAF OF VERSES. - Winnipeg 1966. Þessi litla, smekklega ljóðabók kom út á síðastliðnu vori, en tvívegis áð- ur liafa komið út ljóðakver eftir dr. Beck með ljóðum ortum á enska tungu. Það er alkunnugt meðal íslend- inga hér austan hafs sem vestan, að
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108

x

Eimreiðin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.