Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1967, Síða 66

Eimreiðin - 01.05.1967, Síða 66
154 EIMREIÐIN „Varla held ég, að á unglingsárum hafi gætt áhrifa frá sérstök- um íslenzkum skáldum á mig eða fyrstu kvæði mín, en aðstöðu hafði ég til að lesa þó nokkuð af ljóðum nýjum og gömlum. Var ég þó frekar íhaldssamur á þann hátt, að mér þótti meira koma til eldri skálda (Matthíasar, Þorsteins og jafnvel Guðmundar Guðmundsson- ar) heldur en þeirra yngri (svo sem Stefáns frá Hvítadal og Davíðs frá Fagraskógi). Frá 16 ára aldri las ég nokkuð af dönskum og sænkum ljóðum, sérstaklega að vísu úrval í safnritum og sýnisbókum. I söngbók danskra lýðskóla vöktu sérstaklega athygli mína nokkur kvæði eftir Jeppe Aakjær. Var vitnað til þess, að þau hefðu verið prentuð fyrst eða væru tekin úr „Rugens Sange“. Bað ég síðan Jónas Tómasson, bóksala á fsafirði, að útvega mér þá bók og gerði hann það. Minn- ir mig, að ég væri um tvítugt, þegar ég fékk „Rugens Sange“ í hend- ur. Var það falleg útgáfa með smámyndum með mörgum af kvæð- unum. Fór þá, eins og segir í kvæði mínu um Jeppe Aakjær í „Sól- bráð“: Ungur maður fann þar nýjan heim“. „Hrifinn sat ég yfir óði þeim. Þetta hefur orðið mér áhrifaríkt, og má til sanns vegar færa jrað, sem ég sagði við Guðmund Hagalín, þegar hann leit í bókahillu mína: „Þú hefur þá lesið Jeppe Aakjær“, en ég svaraði: „Þess vegna er ég talinn með skáldum". „Rugens Sange‘“ sýndu mér áþreifanlega, hversu mikið var óort um íslenzkar sveitir og búmannslíf, þrátt fyrir alla þá sveitamenn, sem ort höfðu á íslandi". Margt virðist hafa verið líkt með uppvexti og menntaleit Jeppe Aakjærs og Guðmundar Inga, svo og viðhorfum til starfa, lífs og listar. Báðir hefðu þeir getað tekið undir með Stephani G. Stephans- syni það, sem hann segir um menntunina: Ég gat hrifsað henni af hratið, sem liún vék mér, meðan lúinn makrátt svaf, meðan kátur lék sér. Líkt og hinn józki sveitapiltur var að afla sér fræðslu mestmegnis af sjálfs sín rammleik, svo hlaut og „önfirzki bóndasonurinn“ að gera. Og hann fór að sumu leyti svipaða leið. Guðmundur stundaði nám
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108

x

Eimreiðin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.