Uppeldi og menntun - 01.01.1998, Side 17

Uppeldi og menntun - 01.01.1998, Side 17
AGUSTA PALSDOTTIR Mér finnst voða gott að kúra með litlu stýrin mín og fá hlýjufrá peim meðan ég les fyrir þau bók. Mérfinnst pað sjálfri æðislegt. Mérfinnst pað hræðilegt pegarfólk er að venja börnin sín afpví að vera nálægt sér eða hjá sér. Foreldrar þessara barna tengdu það að lesa fyrir börnin við að sýna þeim ástúð og hlýju. Auk þess var lesturinn gjarnan notaður til að veita börnunum umbun eða til að hugga þau, „ef þau hafa verið leið eða ekki fundið neitt að gera" lásu foreldr- arnir oft fyrir þau. Hjá þessum foreldrum var það að lesa fyrir börn sín ekki bundið við afmörkuð tilvik, til dæmis að lesa sögu á kvöldin áður en þau fóru að sofa, heldur var líka lesið „á morgnana eða yfir daginn". Lesturinn var hluti af daglegum venjum á heimilinu og það virtist ekki aðeins sem litið væri á hann sem einn þeirra þátta sem umönnun barna felur í sér heldur jafnframt sem mjög ánægjulegan þátt. Ein af mæðrunum lýsir þessu þannig: „Mér fannst sjálfri voða gott að gera þetta, ég naut þess." Hjá börnum þessara foreldra kom fram að þeim hafði ekki aðeins liðið vel þegar foreldrar þeirra lásu fyrir þau heldur tengdu þau sinn eigin lestur við vellíðan, til dæmis sagði eitt af börnunum: „Það er notalegt þegar það er vont veður að liggja einhvers staðar og lesa." Aftur á móti var ekki algengt að lesið væri fyrir börnin eftir að þau urðu sjálf læs en í þeim tilvikum að það kom fyrir sögðust þau hafa mjög gaman af því. „Mér fannst það ógeðslega skemmtilegt, mér finnst það eiginlega enn þá þegar það er lesið fyrir mig", sagði eitt þeirra. Samkvæmt niðurstöðunum var ekki hægt að sjá að samhengi væri milli lestrar- áhuga þátttakenda og þess hvort lesið hafði verði fyrir þá í æsku. Mismunur kom fram á viðhorfum gagnvart gildi þess að lesa fyrir börn hjá foreldrum þeirra barna sem höfðu áhuga á lestri og þeirra sem höfðu lítinn áhuga. Hjá foreldrum áhuga- samra barna kom fram að lestur fyrir börn tengist því að sýna þeim ástúð og hlýju, en það viðhorf var ekki hægt að greina hjá foreldrum þeirra barna sem höfðu lítinn áhuga á lestri. En auk þess fólst munurinn á fjölskyldum barna sem höfðu áhuga á lestri og þeirra sem voru áhugalítil í því að hjá foreldrum þeirra fyrrnefndu var litið á lestur fyrir börn sem fyrsta skrefið af mörgum í þá átt að gera þau að áhugasöm- um lesendum. Foreldrar þeirra barna sem höfðu lítinn áhuga á lestri virtust hins vegar líta á það sem helstu og stundum einu leiðina til að vekja áhuga á lestri hjá þeim. í viðtölum við þessa foreldra kom oft fram að þeir vildu gjarnan að börn sín læsu meira í tómstundum, en þeir virtust aftur á móti ekki telja þörf á að styðja við og ýta undir lestraráhuga barnanna eftir að þau voru orðin læs. Lestur sem þáttur í daglegu heimilislífi Meðal þess sem einkenndi fjölskyldur þeirra barna sem höfðu áhuga á því að lesa var að lestur var hluti af daglegu heimilislífi, félagsleg samskipti í tengslum við lestur voru mikil og samræður um það sem heimilismenn lásu voru algengar. Lestur var ekki aðeins sameiginlegt áhugamál fjölskyldumeðlima heldur höfðu for- eldrar og börn oft gaman af að lesa sömu bækurnar. Ein af mæðrunum sagðist stundum fá bækur að láni hjá syni sínum og að þau mæðginin sætu gjarnan saman og læsu: „Við erum að lesa þetta meðan við erum að drekka eða eitthvað", sagði hún. Ahugi sonar hennar á þeim bókum sem hún benti honum á að lesa var gagn- kvæmur: „Mér finnst gaman af þessum bókum sem mamma er með", sagði hann. 15
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124

x

Uppeldi og menntun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.