Uppeldi og menntun - 01.01.1998, Side 58

Uppeldi og menntun - 01.01.1998, Side 58
I INNTAK SÖGUKENNSLU vel axlað aðalhlutverkið. Þannig er 874 fæðingarár íslenskrar þjóðar og endursköp- unin gerðist á 19. öld. Loks var barninu kastað út í heiminn og það „dæmt til að vera frjálst" árið 1944 (eða 1918). Landnámsöld hefur verið mikilvægt inntak í öll- um námskrám hér á landi (1929,1960,1977 og 1989) og markar alltaf upphaf reglu- legs sögunáms. Þó að samfélagsfræðihópurinn stokkaði margt upp á áttunda ára- tugnum var ekki hróflað við þessu heilaga upphafi. í skýrslu vinnuhóps, sem gerði tillögur um inntak nýrrar námskrár í samfélagsgreinum árið 1998 er tímatal látið ráða yfirferð í tillögum hópsins um inntak sögu. Hins vegar er vikið frá því á einum stað svo að hægt sé að byrja sögunámið á landnámi íslands (Markmið samfélags- greina í gninnskólum og framhaldsskólum 1998:40,49). A seinni árum hefur verið höfð uppi viðleitni til að benda á sameiginlega minn- ingu og menningararf sem væru grundvölluð á stærri einingum en þjóðinni. í okkar tilviki er hér einkum um að ræða Norðurlönd, Evrópu og heimsbyggðina. Lítum fyrst á Norðurlönd. Dæmi um stærra svið - Norðurlönd Inntaki sögunnar má skipta í nokkra flokka: Tíma, rými (landsvæði) og efnissvið (stjórnmál, menning o.s.frv.). Flokkarnir eru óendanlega miklu stærri en hægt er að komast yfir þannig að ekki verður hlaupist frá því verki að velja úr. Lítum á rýmið. Jón Sigurðsson forseti raðaði mikilvægi svæða heimsins þannig skömmu fyrir miðja nítjándu öld og hafði þar verðandi þingfulltrúa í huga (Jón Sigurðsson 1842, tilv. hjá Boga Th. Melsteð 1903:VIII): Það sem pó ríður mest á, er pekking á sögu landsins og pjóðarinnar, pví næst Norðurlanda, pá Norðurálfunnar, pá mannkynsins. Hver er skoðun námskrárhöfunda á „rýmisinntakinu" í sögu (fyrir verðandi þing- menn, smiði og hjúkrunarfræðinga) einni og hálfri öld síðar? Er álitið brýnt að nem- endur þekki eitthvað til sögu Norðurlanda? í síðustu aðalnámskrá, frá 1989, er ætlast til þess að í 4.-6. bekk grunnskóla (samsvarandi 5.-7. bekk nú) sé fjallað um sam- skipti íslands við önnur lönd og að ákveðin svæði Evrópu séu tekin til skipulegrar athugunar út frá landfræðilegum og menningarlegum þáttum. Einnig er talið eðli- legt að „skyggnst sé aftur í tímann og viðfangsefnin tengd sögunni" (Aðalnámskrá grunnskóla 1989:124-125). í samhengi við þetta var gefið út námsefni um Norður- lönd, að hluta til í samvinnu við og með stuðningi Norrænu ráðherranefndarinnar (Við Norðurlandabúar 1995). Þetta efni er fyrst og fremst landafræði. Á tveim blað- síðum er fjallað um sögu landanna (Tryggvi Jakobsson 1996) enda er ekki talað um sögu Norðurlanda í námskrá. í námskrá fyrir samfélagsfræði frá 1977 stendur ekkert um Norðurlönd sem inntak námsefnis enda voru menningarsögulegir mælikvarðar ekki ráðandi í sjónarmiðum samfélagsfræðinnar eins og áður er rakið. í framhalds- skólum er ástandið enn sultarlegra. í námskrá þeirra frá 1990 er hvergi vikið að þessu inntaksatriði enda eru allar lýsingar mjög stuttaralegar (Námskrá handa fram- haldsskólum 1990). Námsbækur í sögu eru hinar raunverulegu námskrár í framhalds- skólum. í þeim íslandssögubókum, sem mest eru notaðar, eru Norðurlönd á dagskrá að því marki sem þau snerta sögu íslands augljóslega. í þeim tveim mannkyns- sögubókum, sem hafa verið nær allsráðandi um nokkurra ára skeið, er nær ekkert 56
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124

x

Uppeldi og menntun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.