Uppeldi og menntun - 01.01.1998, Síða 58
I
INNTAK SÖGUKENNSLU
vel axlað aðalhlutverkið. Þannig er 874 fæðingarár íslenskrar þjóðar og endursköp-
unin gerðist á 19. öld. Loks var barninu kastað út í heiminn og það „dæmt til að
vera frjálst" árið 1944 (eða 1918). Landnámsöld hefur verið mikilvægt inntak í öll-
um námskrám hér á landi (1929,1960,1977 og 1989) og markar alltaf upphaf reglu-
legs sögunáms. Þó að samfélagsfræðihópurinn stokkaði margt upp á áttunda ára-
tugnum var ekki hróflað við þessu heilaga upphafi. í skýrslu vinnuhóps, sem gerði
tillögur um inntak nýrrar námskrár í samfélagsgreinum árið 1998 er tímatal látið
ráða yfirferð í tillögum hópsins um inntak sögu. Hins vegar er vikið frá því á einum
stað svo að hægt sé að byrja sögunámið á landnámi íslands (Markmið samfélags-
greina í gninnskólum og framhaldsskólum 1998:40,49).
A seinni árum hefur verið höfð uppi viðleitni til að benda á sameiginlega minn-
ingu og menningararf sem væru grundvölluð á stærri einingum en þjóðinni. í
okkar tilviki er hér einkum um að ræða Norðurlönd, Evrópu og heimsbyggðina.
Lítum fyrst á Norðurlönd.
Dæmi um stærra svið - Norðurlönd
Inntaki sögunnar má skipta í nokkra flokka: Tíma, rými (landsvæði) og efnissvið
(stjórnmál, menning o.s.frv.). Flokkarnir eru óendanlega miklu stærri en hægt er að
komast yfir þannig að ekki verður hlaupist frá því verki að velja úr. Lítum á rýmið.
Jón Sigurðsson forseti raðaði mikilvægi svæða heimsins þannig skömmu fyrir miðja
nítjándu öld og hafði þar verðandi þingfulltrúa í huga (Jón Sigurðsson 1842, tilv.
hjá Boga Th. Melsteð 1903:VIII):
Það sem pó ríður mest á, er pekking á sögu landsins og pjóðarinnar, pví næst
Norðurlanda, pá Norðurálfunnar, pá mannkynsins.
Hver er skoðun námskrárhöfunda á „rýmisinntakinu" í sögu (fyrir verðandi þing-
menn, smiði og hjúkrunarfræðinga) einni og hálfri öld síðar? Er álitið brýnt að nem-
endur þekki eitthvað til sögu Norðurlanda? í síðustu aðalnámskrá, frá 1989, er ætlast
til þess að í 4.-6. bekk grunnskóla (samsvarandi 5.-7. bekk nú) sé fjallað um sam-
skipti íslands við önnur lönd og að ákveðin svæði Evrópu séu tekin til skipulegrar
athugunar út frá landfræðilegum og menningarlegum þáttum. Einnig er talið eðli-
legt að „skyggnst sé aftur í tímann og viðfangsefnin tengd sögunni" (Aðalnámskrá
grunnskóla 1989:124-125). í samhengi við þetta var gefið út námsefni um Norður-
lönd, að hluta til í samvinnu við og með stuðningi Norrænu ráðherranefndarinnar
(Við Norðurlandabúar 1995). Þetta efni er fyrst og fremst landafræði. Á tveim blað-
síðum er fjallað um sögu landanna (Tryggvi Jakobsson 1996) enda er ekki talað um
sögu Norðurlanda í námskrá. í námskrá fyrir samfélagsfræði frá 1977 stendur ekkert
um Norðurlönd sem inntak námsefnis enda voru menningarsögulegir mælikvarðar
ekki ráðandi í sjónarmiðum samfélagsfræðinnar eins og áður er rakið. í framhalds-
skólum er ástandið enn sultarlegra. í námskrá þeirra frá 1990 er hvergi vikið að
þessu inntaksatriði enda eru allar lýsingar mjög stuttaralegar (Námskrá handa fram-
haldsskólum 1990). Námsbækur í sögu eru hinar raunverulegu námskrár í framhalds-
skólum. í þeim íslandssögubókum, sem mest eru notaðar, eru Norðurlönd á dagskrá
að því marki sem þau snerta sögu íslands augljóslega. í þeim tveim mannkyns-
sögubókum, sem hafa verið nær allsráðandi um nokkurra ára skeið, er nær ekkert
56