Uppeldi og menntun - 01.01.1998, Blaðsíða 62
INNTAK SOGUKENNSLU
áherslu á fjölþjóðleg þemu svo sem víkingatíma, iðnbyltingu, þróun mannréttinda
og uppkomu þjóðríkja. Enn fremur að hafa samanburð stöðugt í huga og skoða
menningarstrauma milli landa (Mutual Understanding ... 1995).
Alyktanir Evrópusinna um sögukennslu bera þess merki í seinni tíð að þeir geri
sér grein fyrir mikilvægi þjóðarviðmiðs þó að þeir hafi áhuga á að draga fram
sameiginlegan Evrópuarf. Sögukennarar í Evrópu, sem hafa með sér samtök, virð-
ast sama sinnis. Það er ef til vill lýsandi að höfuðefni ráðstefnu félags þeirra árið
1999 verður (EUROCLIO 1998); „Menningararfur og þjóðarímynd - lykilhugtök
sögunáms?"
Sagan öll?
Þó að eitthvert (síbreytilegt) samkomulag takist um söguinntak í rými er ekki hálf
sagan sögð því enn verður spurt: En hvaða saga? Draumurinn um sögu í líki sam-
felldrar frásagnar með skýrum hetjum og sjálfstæðisbaráttu þjóðar að leiðarljósi er
horfinn - ef hann hefur einhvern tíma verið til (Iggers 1997:143):
Hugmyndinni um einingu sögunnar var boðinn byrginn tiltölulega snemma á
tuttugustu öld ... Það fór einnig í vöxt að ákveðnir hópar, sem sagnfræðingar
höfðu hunsað, heimtuðu stað í sögunni. Sjónarhorn sögunnar var þannig stækkað
svo að það spannaði ekki aðeins valdamiðstöðvarnar heldur útjaðra samfélaganna
einnig. Þannig varð nærsaga10 til og hugmyndin um margfalda sögu. í stað þess
að sjá einn samfelldan þráð eru nú komnar margþættar frásagnir af tilvistar-
reynslu mismunandi hópa.
Fulltrúar ýmissa sjónarmiða banka á dyr sögukennslunnar og halda fram viðhorf-
um sínum. Þjóðernið vill ekki láta hlut sinn enda almennt hátt skrifað. Líklega hafa
stjórnmálamenn þó mestan áhuga á því þar sem þeir starfa einkum á grundvelli
þjóðarheilda. Sögudeilurnar á Alþingi íslendinga 1983-1984 sýndu þetta glöggt.
Femínistar benda á „bágan hlut kvenna í þeim kennslubókum sem notaðar hafa
verið til sögukennslu í grunn- og framhaldsskólum frá upphafi slíkrar kennslu og
fram á okkar daga" (Þorgerður H. Þorvaldsdóttir 1996:273). Nærsaga (einsaga) og
(ný) menningarsaga hafa opnað leiðir til að tengja „litla heiminn" við hinn stóra -
að blása lífi í hagtölur og almennar lýsingar (Einsaga - ólíkar leiðir 1998, Agnes Arn-
órsdóttir og Helgi Þorláksson 1998). Saga vísinda og tækni opnar nýja sýn á þróun
samfélaga. Þannig mætti lengi telja.
Margar tilraunir hafa verið gerðar til að búa til almenna mælikvarða sem hægt
er að bregða á yfirþyrmandi magn upplýsinga um liðna tíð (Partington 1980, von
Borries 1995). Einn sá algengasti er að velja efni sem varðar og útskýrir nútímann,
sýnir af hvaða rótum hann er runninn. Áherslur í nútíð verða iðulega ávísun á
inntak sem tekið er fyrir í sögukennslu. Nokkra áhrifaþætti má nefna sem dæmi:
- Styrkari staða kvenna í nútíðarsamfélagi eflir kröfu um kvenna- eða
kynjasögu.
10 Nærsaga er hér notað um heitið „míkrósaga" sem einnig hefur verið kölluð einsaga á íslensku. Hvorugt heitið
er þó fullnægjandi lausn.
60