Uppeldi og menntun - 01.01.1998, Page 76
ANIMUS O G SKUGGI HELGU KARLSDÓTTUR
- segir að hún megi aldrei láta eldinn deyja, því þá sje engan eld aðfá, - það sje svo
langt til bæja. Það væri lítill vegur að ná í eld í helli sem ekki sje allfjarri - hjerna
inn með fjallshlíðinni, - en það sje mesta hætta, því í þeim helli búi þrír ferlegir
risar, og sje best að komast ekki í kast við þá, - og þó sje kosturinn sá einn, að leita
þangað, efsvo illa tækist til að eldurinn deyi, - því hitt sje ógerningur, að komast
með eldfrá mannabygðum.
Móðirin veit að það er lífsnauðsyn fyrir Helgu að ráða yfir logandi eldi en jafnframt
er henni Ijóst að sú hætta er yfirvofandi að það lánist ekki. Móðirin gerir sér grein
fyrir því að fari þannig að eldurinn slokkni þá eigi Helga ekki nema þann kost
einan að leita í helli risanna að eldi. Höfuðskepnurnar eldur og vatn eru að því er
virðist frá fornu fari kynbundin náttúruöfl. Bandaríski bókmenntafræðingurinn
Ruth B. Bottigheimer bendir í rannsókn sinni á Grimmsævintýrum á að eldurinn
tilheyri karlmanninum og hann geti ógnað stúlkunni á sama hátt og vatnið geti
reynst drengnum hættulegt (1987:29-30).
I upphafi ævintýrsins um Gullintönnu eru báðir foreldrar Helgu á lífi sem
bendir til þess að jafnvægi ríki á milli karllegra og kvenlegra þátta. Þess er getið í
innganginum að fátt beri til tíðinda fyrr en karlinn tekur sótt og andast. Eftir það
hokra þær mæðgur áfram einar þar til kerling fellur einnig frá.
Að mati Singers felur fornmyndin animus í sér duldar karllegar hliðar í konunni
á sama hátt og anima felur í sér duldar kvenlegar hliðar í karlmanninum. Þegar
konunni tekst að taka animus til sín og gera hann að meðvituðum hluta í sálarlífi
sínu veitir hann þeirri orku sem áður var bæld í skapandi og virka viðleitni. Af öllu
dulvituðu efni telur Singer erfiðast að innlima animu eða animus. Þegar hins vegar
tekst að losa einstaklinginn undan valdi ómeðvitaðra karllegra eða kvenlegra þátta
og gera þá meðvitaða á sér stað það sem kallað hefur verið hið innra brúðkaup
(Singer 1995:183-185, 229-230). í upphafi ævintýrsins stendur faðirinn fyrir karl-
leikann, eða animus, í Helgu. Þegar faðirinn er úr sögunni og hinnar reynsluríku
móður sem haldið getur lífi í eldinum nýtur ekki lengur við kemur veruleg slagsíða
á jafnvægi karlleika og kvenleika í Helgu.
Til að ná jafnvægi á nýjan leik, sem er brýnt fyrir velferð Helgu, verður hún sjálf
að nálgast og ná yfirráðum yfir hinu karlmannlega tákni, eldinum. Það er enn
fremur ljóst að til þess að Helga geti haldið áfram að þroskast eðlilega er dauði eða
táknrænn dauði föðurins henni nauðsynlegur. Eldinn getur hún ekki sótt neitt
annað en til risanna sem standa fyrir hennar eigin animus. Því dulvitaðri og fjar-
lægari sem animus er því ógnvænlegri verður hann. Risi er hálfmennsk vera sem
býr yfir ógnarkrafti hrárra og ótaminna tilfinninga. Von Franz bendir á að láti
manneskja slíkar tilfinningar ná valdi á sér verði hún villt sem berserkur og hagi sér
heimskulega, en heimskan er eitt af einkennum risans (1989:116-117).
Ráðið til að ná sjálfur valdi á þessum kraftmiklu og ótömdu tilfinningum er að
takast á við þær eða tákngerving þeirra, risann. Risarnir og eldurinn í ævintýrinu
eru óaðskiljanleg öfl og tákna í raun hið sama, animus Helgu sem hún þarf að
höndla á leið sinni til þroska. Eldurinn er voldug höfuðskepna sem getur bæði
unnið gagn og tjón. í hinni fornu gullgerðarlist táknar eldurinn oft það að taka
sjálfur þátt í verkinu og er borinn saman við þá ástríðu sem fólgin er í hinum
74