Uppeldi og menntun - 01.01.1998, Side 79

Uppeldi og menntun - 01.01.1998, Side 79
KRISTÍN UNNSTEINSDÓTTIR En þegar þeir líta í kringum sig, úti á hlaÖinu, sjá þeir eina stjörnu í loftinu, - og finnst þeim það undarlegt. „Þarna er stelpan!" kalla þeir allir upp, - og sjá nú ráðið, - sá stærsti stendur bíspertur á hlaðinu, - sá í miðið, klifrar uppeftir honum og stígur á axlir hans, - og sá minsti klifrar uppeftir báðum og nærfótfestu á öxl- um þess efra, -og á nú að hremma stelpuna. En þegar hann glennir út greiparnar og býst til að klófesta hana, - hleypur hún niður, og segir: „Mæli eg um og legg eg á að þið verði allir að steini - en engum þó að meini." Og að orðinu töluðu var 'komin þarna myndarlegasta steinstytta - til prýði fyrir umhverfið. Átökunum lýkur með sigri Helgu sem nær valdi á sínum animusi og þar með eld- inum með því að takast á við þennan þátt dulvitundarinnar og gera sér hann þann- ig ljósan. Um leið hættir animus að vera ógnvekjandi og hættulegur. Lokaprófraunin færir Helgu blessun sem tákngerist í stjörnunni. Stjarnan hefur form mandölunnar sem er tákn sjálfsins. Samkvæmt Jung er sjálfið í senn innsti kjarni sálarinnar og sálin sjálf. Sjálfið þar sem fullkomið jafnvægi ríkir á milli karl- legra og kvenlegra þátta og meðvitaðs og ómeðvitaðs efnis, er ástand sem aldrei næst til fullnustu, það er eingöngu hægt að nálgast (Arndal 1993:39-40). Prófraunir ævintýranna minna um margt á manndómsvígslu. Bandaríski grein- ingarsálfræðingurinn Joseph L. Henderson lýsir vígslunni sem þríþættu ferli sem hefst á ritúali sem felur í sér auðmýkt; í kjölfar þessarar fyrstu vígslu fer tími varð- veislu og að lokum vígsla sem felur í sér frelsi (Henderson 1990:157). Þetta ferli má heimfæra upp á prófraunirnar þrjár sem tákngerast með hamskiptum í ævintýrinu um Gullintönnu. Rúmenski trúfræðingurinn Mircea Eliade áleit að það að vera maður sé nátengt svokallaðri „vígslu" sem felst í stöðugum prófraunum „dauða" og „upprisu" og þessi formgerð vígslunnar endurspeglist í ævintýrinu (Eliade 1956:891). Það er mat von Franz að hvert ævintýri sé lokað kerfi sem lýsi einsömun á mismunandi stigum. Þetta ferli er hins vegar svo margbrotið, umfangsmikið og flókið að það þarf hundruð ævintýra og þúsundir endurtekninga til að koma því til skila án þess þó að það verði að fullu brotið til mergjar. í sumum ævintýrum er lögð áhersla á fornmyndirnar animus eða animu, í öðrum er skugginn til athugunar og í enn öðrum birtist viðureignin við hinn mikla dýrgrip, innsta kjarnann eða sjálfið (von Franz 1989:26). í Gullintönnu er glíman við animus meginefnið. Einnig er lýst jákvæðu sambandi við skuggann og í lok ævintýrsins glittir í forrimyndma sjálfið þegar Helgu tekst að eiga í fullu tré við hinn ógnandi animus. June Singer (1995:191) er á þeirri skoðun að einsömunarferlinu ljúki ekki þegar fullorðinsárum er náð, það geti staðið allt lífið eða svo lengi sem manneskjan haldi áfram að leggja mat á bæði eigið líf og umhverfi sitt og fái merkingu út úr hvor- tveggja. Þessa skoðun um að lífið sé ferli, sem er í stöðugri mótun með heildarjafn- vægi að markmiði, birtist í þeirri hugmynd frásagnarfræðinga að í öllum frásögn- um sé um að ræða samspil jafnvægisröskunar og jafnvægisleitar (Adam 1985:71). Svipaða skoðun er að finna hjá von Franz sem bendir á að séu ævintýri grannt skoðuð komi í ljós að enginn ævintýraendir vari að eilífu heldur aðeins um stund- arsakir og ef ævintýrið héldi áfram benti allt til þess að vandi sem þyrfti að leysa kæmi upp að nýju (von Franz 1990a:28). Það þarf ekki að koma á óvart að þá 77
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124

x

Uppeldi og menntun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.