Uppeldi og menntun - 01.01.1998, Síða 108

Uppeldi og menntun - 01.01.1998, Síða 108
STARFSNÁM í FRAMHALDSSKÓLANUM handverkið af hólmi. Þar reynir frekar á kunnáttu í meðferð véla og tungumála- kunnáttu til að geta lesið leiðbeiningar með tækjum eða efnum. Nú er ekki smíðað frá grunni heldur sett saman úr aðfengnum íhlutum. Iðngrein hefur breytzt úr handverki í einfalda samsetningu eða bilanaleit með tölvu. I skýrslu nefndar um mótun menntastefnu er lýst dæmi um tilraunaverkefni í kennslu bókiðngreina í Iðnskólanum í Reykjavík árið 1993. Þar er sveinsprófi hagað svo að annar hlutinn er verklegur á vinnustað en hinn hlutinn er bóklegur sem burtfararpróf úr Iðnskólan- um. Þarna sést tilflutningur úr verklegu prófi til bóklegs prófs sem væntanlega endurspeglar að hluti náms og námsmarkmiða hefur flutzt í bóknám. Hinar gömlu löggiltu iðngreinar hafa einnig staðið gegn viðurkenningu á stutt- um námsbrautum og jafnvel talið að þær ógni þeim. Þar með hefur ekki tekizt að veita hinum útskrifuðu nokkra viðurkenningu á sínu námi eftir tveggja ára skóla- göngu, og enn síður að slíkt nám veiti nokkur þau réttindi sem viðkomandi starfs- grein eða þjóðfélagið metur gild. Hinar gömlu iðngreinar eru því ekki vænlegur samstarfsaðili við mótun starfsnáms á þessu skólastigi og hafa reyndar stofnað til sérskóla í sinni grein. Er Rafiðnaðarskólinn gott dæmi um það. Ef litið er á þróun atvinnu á íslandi frá árinu 1950 til ársins 1994, kemur í ljós að hlutfallsleg skipting vinnuafls eftir atvinnugreinum hefur breytzt mjög mikið. Arið 1950 var 32,6% mannaflans í frumvinnslugreinunum, landbúnaði og fiskveiðum, en 33,4% í þjónustugreinum. Árið 1994 ber svo við að aðeins 9,9% mannafla er við frumframleiðslu, en 63,6% mannaflans eða næstum tveir af hverjum þremur er við þjónustustörf. í úrvinnslugreinum hefur hlutdeild vinnuafls lækkað úr 34% í 26,5% á sama tíma (Þjóðhagsstofnun 1998). Hvaða ályktanir er hægt að draga af þessum tölum um starfsmennt og iðnnám? Mikill tilflutningur vinnuafls milli atvinnugreina er fyrsta staðreynd. Sú hreyfing þýðir að starfsmenntir í skólakerfinu þurfa að fylgja þeirri þróun sem verður í þjóðfélaginu. Hreyfingin er öll frá frumframleiðslu til þjónustu. Þar með eykst vægi starfsmennta sem ekki eru endilega verkmenntir eða handmenntir heldur eru á öðrum þekkingarsviðum en hinum hefðbundnu. Miklar breytingar sem fylgja tölvuvæðingunni og upplýsingabyltingunni skapa fjölda nýrra starfa og heilar at- vinnugreinar sem byggjast öllu frekar á bóknámi og ýmiss konar tækninámi sem lítið kemur handverki og iðnum við. Það er því ekki nema eðlilegt að nemendur í framhaldsskóla horfi til þess sem er að gerast í atvinnulífinu og fylgi því fordæmi eða þeim vísbendingum sem vinnumarkaðurinn gefur þeim þegar kemur að starfs- vali. Afleiðingin er sú sem sjá má. Valið beinist að hinu almenna bóknámi sem hentar betur sem undirbúningur undir störf í þjóðfélagi með hátt þjónustustig held- ur en að iðnnámi eða verknámi. Einnig má velta því fyrir sér af hverju verknám - og þá fyrst og fremst iðnnám - stendur ekki fastar í ístöðunum en raun ber vitni, sérstaklega þegar horft er til sterkrar stöðu starfsmennta á framhaldsskólastigi almennt í Evrópu. Svarið er þetta: Iðnmenntun, stéttarhefð og „valdastaða" íslenskrar iðnmenningar á sér enga hefð á íslandi eins og í Evrópu þar sem þessar stéttir eiga uppruna sinn sem valdastétt meðal borgara allt frá miðöldum eins og getið er um hér á undan. Annað er það að menntun á íslandi er afar bundin bóknámshefð. Þegar iðn- 106
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124

x

Uppeldi og menntun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.