Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1983, Qupperneq 11

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1983, Qupperneq 11
Sérfræðinganefnd á vegum Ráðherranefndarinnar fjallaði síðan um drög þau að mannréttindasáttmála, sem Ráðgjafarþingið hafði sam- þykkt. Nefnd þessi mælti með því, að ákvæði til verndar eignarrétti yrði tekið í mannréttindasáttmálann. Á öðru þingi Ráðgjafarþingsins var slíkt ákvæði samþykkt. Ráðherranefndin tók hins vegar ekki ákvæði um það efni í sáttmála þann, sem undirritaður vai’ 4. nóvember 1950. Spurningunni um vernd eignarréttar skaut Ráðherranefndin til sér- fræðinganefndar, er falið var að undirbúa viðauka við Mannréttinda- sáttmála Evrópu. Samkvæmt skýrslu síðastgreindrar nefndar frá 24. febrúar 1951 varð ágreiningur í nefndinni og einkum um það, hvort mæla ætti fyrir um bætur vegna eignarnáms. Meirihluti nefndarinnar vildi taka fram, að við eignarnám skyldi greiða bætur, er ákveðnar yrðu í lögum. Breska sendinefndin var andvíg ákvæðinu um bætur. Taldi hún ekki kleift að gera meginreglu um það efni svo úr garði, að hún gæti átt við í öllum tilvikum. Einnig yrði ekki við það unað, að alþjóðastofnanir gætu tekið bótaákvarðanir valdhafa í heimaríkjunum til endurskoðun- ar. Loks varð samkomulag um orðalag, sem ekki vék að skaðabótum berum orðum. í þeirri mynd voru ákvæði til verndar eignarrétti tekin í 1. gr. 1. samningsviðaukans, sem undirritaður var 20. mars 1952. Þau hljóða svo í íslenskri þýðingu, sem fylgdi auglýsingu nr. 11/1954 um fullgildingu Evrópuráðssamnings um verndun mannréttinda og mann- frelsis (sjá Stjórnartíðindi 1954, A-deild, bls. 27) : „öllum mönnum og persónum að lögum ber réttur til þess að njóta eigna sinna í friði. Skal engan svipta eign sinni, nema hagur al- mennings bjóði og gætt sé ákvæða í lögum og almennra mégin- reglna þjóðaréttar. Eigi skulu þó ákvæði síðustu málsgreinar á nokkurn hátt rýra réttindi ríkis til þess að fullnægja þeim lögum, sem það telur nauð- synleg til þess að eftirlit sé haft með notkun eigna í samræmi við hag almennings eða til þess að tryggja greiðslu skatta, annarra opinberra gjalda eða sekta.“ Hinn löggilti texti Mannréttindasáttmála Evrópu er aftur á móti á ensku og frönsku, og eru báðir textarnir jafngildir. 1. gr. er svohljóðandi samkvæmt enska textanum: „Every natural or legal person is entitled to the peaceful enjoy- ment of his possessions. No one shall be deprived of his possessions except in the public interest and subject to the conditions provided for by law and by the general principles of international law. 213
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.