Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1997, Side 8

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1997, Side 8
Allsherjarnefnd Alþingis afgreiddi málið frá sér í febrúar 1995 með bókun um, að ekki þætti ástæða til aðgerða að svo stöddu. Niðurstaða nefndarinnar varð ekki til þess að sátt yrði um óbreytt lög. Þvert á móti héldu áfram umræður á opinberum vettvangi þar sem hörð gagnrýni kom fram á efni skaðabótalaganna. Var því haldið fram að mikið vantaði á að lögin tiy'ggðu slösuðu fólki eðlilegar og réttmætar bætur fyrir fjártjón vegna örorku. I lok mars 1995 féll dómur í Hæstarétti þar sem breytt var fyrri dómaframkvæmd um afvöxtunarforsendur við útreikning á framtíðartekjutjóni. Var afvöxtunarprósentan lækkuð úr 6% í 4,5%. Þessi niðurstaða Hæstaréttar færði gagnrýnendum skaðabótalaganna sterk viðbótarrök fyrir því að margfeldisstuðull laganna væri of lágur. 2. ERINDI ALLSHERJARNEFNDAR ALÞINGIS Framangreint leiddi til þess að allsherjamefnd Alþingis tók málið á dagskrá að nýju og ákvað að fela undirrituðum enn að taka efni laganna til skoðunar. Var verkefni okkar lýst þannig í bréfi nefndarinnar dags. 7. júní 1995: I tilefni af dómi, sem kveðinn var upp í Hæstarétti 30. mars 1995, hefur allsherjar- nefnd Alþingis ákveðið að fara þess á leit við Gest Jónsson, hæstaréttarlögmann, og Gunnlaug Claessen, hæstaréttardómara, að þeir taki á ný upp athugun, sem þeir framkvæmdu á árinu 1994 að tilhlutan dómsmálaráðherra á ákvæðum skaðabótalaga nr. 50/1993, og geri í því sambandi eftirfarandi: 1. Taki aftur til athugunar þann margföldunarstuðul, sem kveðið er á um í 1. mgr. 6. gr. laganna, í ljósi þess, að Hæstiréttur hefur með fyrrgreindum dómi mótað nýja stefnu um hvaða frambúðarávöxtun eigi að reikna með við bótauppgjör að fáist af greiddum bótum fyrir varanlega örorku. Er leitað á ný eftir áliti á því, hvort bætur samkvæmt lögunum fyrir fjárhagslegt tjón séu samsvarandi bótum, sem hefðu fengist eftir gildandi reglum fyrir setningu laganna, en ef svo er ekki, hvaða breytingu þurfi að gera á margföldunarstuðlinum til að slíkt samræmi fáist. 2. Yfirfari önnur ákvæði laganna og leggi mat á hvort breyta þurfi einhverjum þeirra og þá hvemig. 3. Semji framvarp til laga um breyting á skaðabótalögum, ef niðurstöður í framan- greindum viðfangsefnum gefa tilefni til þess, ásamt athugasemdum. Er óskað eftir að slíkt frumvarp verði afhent í tæka tíð til að leggja megi það fram á Alþingi strax eftir að það kemur saman til funda haustið 1995. Er einnig óskað eftir að drög að frumvarpi verði afhent allsherjarnefnd og kynnt nefndarmönnum áður en ráðist verður í lokafrágang þess. í upphafi erindis allsherjarnefndar er vísað til dóms Hæstaréttar í málinu nr. 429/1992, sem kveðinn var upp 30. mars 1995 (H 1995 937). Þar var dæmt um bætur til handa tjónþola, sem slasaðist 17 ára gamall og hlaut 10% varanlega örorku. Með dóminum var horfið frá forsendu um 6% ársafvöxtun tapaðra framtíðartekna, sem gilt hafði í tjónsútreikningum allt frá því Hæstiréttur markaði stefnu í þá veru með dómi 10. júlí 1984 (H 1984 917). í dóminum 1995 var lögð til grundvallar 4,5% ársafvöxtun tapaðra framtíðartekna, og var þessi stefnubreyting skýrð í dóminum með vísan til þróunar í vaxta- og verð- 232
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.