Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1997, Side 12

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1997, Side 12
júlí 1993. Ef reynt er með almennum orðum að gefa lýsingu á stöðu íslands í samanburðinum verður að segja að bætur eru að jafnaði lágar hér miðað við samanburðarlöndin. Á þetta sérstaklega við um bætur fyrir ófjárhagslegt tjón (miska) sem virðast hvergi hafa verið lægri í samanburðarlöndunum. Bætur fyrir fjártjón eru lágar hér á landi í samanburðinum. Til fróðleiks látum við fylgja töflur sem unnar eru upp úr síðari útgáfu bókarinnar (fylgiskjal 1). Það er rétt að ítreka þann fyrirvara sem við setjum varðandi nákvæmni sam- anburðarins í töflunum og þær forsendur sem samanburðurinn er byggður á. 4. UMFJÖLLUN UM EINSTAKAR GREINAR I álitsgerð okkar til allsherjarnefndar fjölluðum við sérstaklega um 3.-10. og 16. gr. skaðabótalaganna. Sú umfjöllun fylgir hér á eftir í meginatriðum. Til hægðarauka fyrir lesendur er viðkomandi lagagrein prentuð á undan umfjöllun- inni. í þeim tilvikum sem við gerðum tillögu um breytingu á grein látum við tillöguna fylgja í dálki hægra megin við lagagreinina. Álitsgerðin var birt í A-deild Alþingistíðinda 1995-1996 sem hluti þingskjals nr. 703. í álitsgerðinni eru margar og langar talnatöflur, sem ekki þykir fært að taka með í tímaritsgrein, nema í úrdrætti. Vísað er til taflnanna neðanmáls eftir því sem við á. Þjáningar 3. gr Greiða skal þjáningabætur fyrir tímabilið frá því að tjón varð þar til ekki er að vænta frekari bata, 1.300 kr. fyrir hvern dag sem tjónþoli er rúmfastur og 700 kr. fyrir hvern dag sem tjónþoli er veikur án þess að vera rúmliggjandi. Þegar sérstaklega stendur á er heimilt að greiða þjáningabætur þótt tjónþoli sé ekki veikur. Nemi bætur meira en 200.000 kr. er heimilt að víkja frá fjárhæðum þeim sem greinir í 1. málsl. Um greiðslur frá þriðja manni fer eftir ákvæðum 1., 3. og 4. málsl. 4. mgr. 5. gr. Við fengum ábendingar um, að óljóst sé hvernig eigi að skýra orðin „að vera veikur án þess að vera rúmliggjandi“. Auk þess vanti allar raunhæfar skýringar á því í hvaða sérstöku tilvikum greiðsla þjáningabóta eigi að koma til, þótt tjónþoli sé ekki veikur. Augljóst er að vandasöm afmörkunartilvik hljóta að geta komið upp varðandi viðmiðanir í greininni. Viðmiðanimar eru nánast þær sömu og í dönsku skaðabótalögunum. Sé ætlunin að hafa þjáningabætur misháar eftir heilsufari slasaða munu, að okkar mati, afmörkunarvandamál ævinlega verða fyrir hendi hvernig sem lagagreinin yrði orðuð. Augljós rök eru til þess að hafa þjáninga- bætur misháar eftir heilsufari slasaða. Við undirbúning álitsgerðar okkar öfluðum við upplýsinga frá stærstu vátryggingafélögunum um reynsluna af framkvæmd 3. gr.4 Sú reynsla var 4 Alþingistíðindi 1995-1996. A-deild, bls. 3327-28. 236
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.