Tímarit lögfræðinga - 01.12.1997, Síða 12
júlí 1993. Ef reynt er með almennum orðum að gefa lýsingu á stöðu íslands í
samanburðinum verður að segja að bætur eru að jafnaði lágar hér miðað við
samanburðarlöndin. Á þetta sérstaklega við um bætur fyrir ófjárhagslegt tjón
(miska) sem virðast hvergi hafa verið lægri í samanburðarlöndunum.
Bætur fyrir fjártjón eru lágar hér á landi í samanburðinum. Til fróðleiks
látum við fylgja töflur sem unnar eru upp úr síðari útgáfu bókarinnar (fylgiskjal
1).
Það er rétt að ítreka þann fyrirvara sem við setjum varðandi nákvæmni sam-
anburðarins í töflunum og þær forsendur sem samanburðurinn er byggður á.
4. UMFJÖLLUN UM EINSTAKAR GREINAR
I álitsgerð okkar til allsherjarnefndar fjölluðum við sérstaklega um 3.-10. og
16. gr. skaðabótalaganna. Sú umfjöllun fylgir hér á eftir í meginatriðum. Til
hægðarauka fyrir lesendur er viðkomandi lagagrein prentuð á undan umfjöllun-
inni. í þeim tilvikum sem við gerðum tillögu um breytingu á grein látum við
tillöguna fylgja í dálki hægra megin við lagagreinina.
Álitsgerðin var birt í A-deild Alþingistíðinda 1995-1996 sem hluti þingskjals
nr. 703. í álitsgerðinni eru margar og langar talnatöflur, sem ekki þykir fært að
taka með í tímaritsgrein, nema í úrdrætti. Vísað er til taflnanna neðanmáls eftir
því sem við á.
Þjáningar
3. gr
Greiða skal þjáningabætur fyrir tímabilið frá því að tjón varð þar til ekki er að
vænta frekari bata, 1.300 kr. fyrir hvern dag sem tjónþoli er rúmfastur og 700 kr. fyrir
hvern dag sem tjónþoli er veikur án þess að vera rúmliggjandi. Þegar sérstaklega
stendur á er heimilt að greiða þjáningabætur þótt tjónþoli sé ekki veikur. Nemi bætur
meira en 200.000 kr. er heimilt að víkja frá fjárhæðum þeim sem greinir í 1. málsl.
Um greiðslur frá þriðja manni fer eftir ákvæðum 1., 3. og 4. málsl. 4. mgr. 5. gr.
Við fengum ábendingar um, að óljóst sé hvernig eigi að skýra orðin „að vera
veikur án þess að vera rúmliggjandi“. Auk þess vanti allar raunhæfar skýringar
á því í hvaða sérstöku tilvikum greiðsla þjáningabóta eigi að koma til, þótt
tjónþoli sé ekki veikur.
Augljóst er að vandasöm afmörkunartilvik hljóta að geta komið upp varðandi
viðmiðanir í greininni. Viðmiðanimar eru nánast þær sömu og í dönsku
skaðabótalögunum. Sé ætlunin að hafa þjáningabætur misháar eftir heilsufari
slasaða munu, að okkar mati, afmörkunarvandamál ævinlega verða fyrir hendi
hvernig sem lagagreinin yrði orðuð. Augljós rök eru til þess að hafa þjáninga-
bætur misháar eftir heilsufari slasaða.
Við undirbúning álitsgerðar okkar öfluðum við upplýsinga frá stærstu
vátryggingafélögunum um reynsluna af framkvæmd 3. gr.4 Sú reynsla var
4 Alþingistíðindi 1995-1996. A-deild, bls. 3327-28.
236