Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1997, Page 15

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1997, Page 15
Örorka tjónþola reiknast í hundraðshlutum (örorkustigum). Greiðslur, sem tjónþoli fær frá þriðja manni vegna líkamstjóns, svo sem almanna- tryggingum, lífeyrissjóði eða vátryggingafélagi, dragast ekki frá skaðabótakröfu. Greiðslur frá samnings- eða lögbundinni atvinnuslysatryggingu launþega skulu þó dregnar frá skaðabótakröfu hans á hendur vinnuveitanda þeim sem slysatrygginguna keypti. Bætur frá slysatryggingu ökumanns eftir umferðarlögum skal einnig draga frá skaðabótakröfu. Sama gildir um bætur frá sams konar slysatryggingu manns er slasast sem farþegi í eigin ökutæki. Jón Erlingur Þorláksson gagnrýnir þessa grein og telur, að viðmiðun við fjárhagslega örorku, sbr. 2. mgr. 5., gr. sé af ýmsum ástæðum óheppileg.7 Eitt helsta nýmæli skaðabótalaganna frá 1993 fólst einmitt í því að taka upp mat á fjárhagslegri örorku og byggja á henni í stað læknisfræðilegrar örorku við ákvörðun bóta fyrir fjártjón. Gagnrýni Jóns Erlings er um margt athyglisverð og studd vönduðum rökum. Þrátt fyrir þau töldum við ekki nægjanlegt tilefni til þess að gera tillögur um breytingar á lagagreininni, a.m.k. ekki að sinni. I fjárhagslegu örorkumati felst tilraun til þess að meta þær einstaklingsbundnu fjárhagslegu afleiðingar af líkamstjóni sem verða í framtíðinni og þar með skilgreina það sem bæta ber samkvæmt grundvallarreglu skaðabótaréttarins um fullar bætur fyrir fjártjón. Þrátt fyrir erfiðleika sem alltaf hljóta að verða fyrir hendi við gerð fjárhagslegs örorkumats og þá óvissu um réttmæta niðurstöðu sem slíkum mötum hlýtur að fylgja í mörgum tilvikum, þá töldum við að ekki hefði verið bent á betri mælikvarða til að ákveða skaðabætur fyrir líkamstjón. Töldum við því rétt að miða áfram við fjárhagslegt örorkumat eins og gert er í nálægum löndum. Hér á landi hafa vinnureglur við mat á fjárhagslegri örorku þróast þannig eftir gildistöku skaðabótalaganna, að nánast öllum málum þar sem óskað er mats á örorkustigi er skotið til örorkunefndar sem starfar skv. 10. gr. laganna. Hefur þessi þróun orðið með öðrum hætti en í Danmörku þar sem tæpur tíundi hluti matsmála fer til sambærilegrar nefndar. í öðrum tilvikum annast einstakir læknar mötin. Gætt hefur vaxandi efasemda um að fjárhagsleg örorkumöt skv. gildandi lögum séu í reynd góður mælikvarði á einstaklingsbundið fjártjón slasaðs fólks. Það hefur verið stutt gildum rökum að fjárhagsleg örorka verði metin þannig að örorkustigin verði talin jafngilda miskastigum (læknisfræði- legri örorku), nema í þeim tilvikum þegar ástæða er til þess að ætla að fjárhags- legar afleiðingar slyssins verði aðrar. 7 Tilvitnað rit bls. 37-42. 239
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.