Tímarit lögfræðinga - 01.12.1997, Page 19
Við ákvörðun á verðmæti tekjumissisins reikna tryggingafræðingamir með
áætlaðri ávöxtun höfuðstólsins í þeirri framtíð sem honum er ætlað að endast,
lífslrkum þeirra manna almennt sem eru jafnaldrar hlutaðeigandi og einnig
starfslíkum, það er hve lengi og að hvaða marki þeir eigi almennt eftir að hafa
atvinnutekjur.
Avöxtunarþátturinn í ákvörðun höfuðstólsins er reikningsdæmi. Reiknað er
út hve mikill sá höfuðstóll þurfi að vera á slysdegi sem með framtíðarávöxtun
nægði til þess að standa undir greiðslu tekjuskerðingarinnar á hugsuðum launa-
greiðsludögum.
Lífslíkindaþátturinn lýsir því hve margir af tilteknum aldurshópi sé sennilegt
að lifi til næsta árs eða ónákvæmar sagt hve mörg ár menn á tilteknum aldri eigi
að meðaltali eftir ólifuð. Líkindi þessi eru metin eftir aldri þeirra sem létust á
nokkrum nýliðnum árum.
Starfslíkindaþátturinn mælir hve margir af tilteknum aldurshópi afli atvinnu-
tekna og þá að hve miklu leyti. Til dæmis hve margir séu öryrkjar eða hættir
störfum að einhverju eða öllu leyti vegna aldurs eða af öðrum orsökum. Þáttur
þessi er metinn eftir reynslutölum.
Það á við um hvorutveggja, lífslíkumar og starfslíkumar, að trygginga-
fræðingar gera töflur um þessi atriði fyrir hvort kynið um sig.
Ur þessum þremur þáttum um ávöxtun, lífslíkur og starfslíkur gera trygg-
ingafræðingar töflur sem þeir notast við þegar þeir reikna út tjón vegna varan-
legrar örorku.
ítrekað skal að tillögur okkar vom byggðar á töflu sem gerð er fyrir heildina
og ekki er skipt eftir kynferði.
Tillaga okkar var í fyrsta lagi sú að hverfa frá þeirri tilhögun laganna að hafa
einn og sama margföldunarstuðulinn, sem háður væri breytingum frá 26 ára
aldri skv. ákvæðum 9. gr. í stað þess kæmi samfelldur margfeldisstuðull fyrir
alla starfsævina, lækkandi með hækkandi aldri. Þannig yrðu ákvæði, hliðstæð
lækkunarákvæðum 9. greinar, felld inn í stuðul 6. gr. laganna. Með þessu
töldum við að fram næðist réttlátari niðurstaða um bætur fyrir fjárhagslegt tjón
og það án þess að fórnað sé þeirri einföldun bótaákvarðana, sem fólst í setningu
laganna.
Að öllu athuguðu töldum við eðlilegt, að margfeldisstuðullinn yrði ákveðinn
miðað við að skerðing vegna skatthagræðis og eingreiðslu væri 33,3%. Þessi
tillaga var m.a. byggð á því að vaxtatekjur væru skattfrjálsar hjá bótaþega til
framtíðar með sama hætti og verið hafði. Er þetta í samræmi við H 1995 937,
þar sem segir að engin örugg vitneskja liggi fyrir um skattlagningu fjár-
magnstekna og því séu ekki skilyrði til þess að taka áhrif slrkrar hugsanlegrar
ákvörðunar inn í niðurstöðuna.
Nú hafa verið sett lög um skattlagningu vaxtatekna, þannig að vaxtatekjur af
höfuðstól bóta fyrir varanlega örorku verða skattlagðar. Af þessu leiðir að
forsendur margfeldisstuðulsins, sem við gerðum tillögu um, hafa þegar raskast,
þannig að hann þyrfti að hækka til þess að mæta áhrifum skattlagningarinnar.
243