Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1997, Síða 19

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1997, Síða 19
Við ákvörðun á verðmæti tekjumissisins reikna tryggingafræðingamir með áætlaðri ávöxtun höfuðstólsins í þeirri framtíð sem honum er ætlað að endast, lífslrkum þeirra manna almennt sem eru jafnaldrar hlutaðeigandi og einnig starfslíkum, það er hve lengi og að hvaða marki þeir eigi almennt eftir að hafa atvinnutekjur. Avöxtunarþátturinn í ákvörðun höfuðstólsins er reikningsdæmi. Reiknað er út hve mikill sá höfuðstóll þurfi að vera á slysdegi sem með framtíðarávöxtun nægði til þess að standa undir greiðslu tekjuskerðingarinnar á hugsuðum launa- greiðsludögum. Lífslíkindaþátturinn lýsir því hve margir af tilteknum aldurshópi sé sennilegt að lifi til næsta árs eða ónákvæmar sagt hve mörg ár menn á tilteknum aldri eigi að meðaltali eftir ólifuð. Líkindi þessi eru metin eftir aldri þeirra sem létust á nokkrum nýliðnum árum. Starfslíkindaþátturinn mælir hve margir af tilteknum aldurshópi afli atvinnu- tekna og þá að hve miklu leyti. Til dæmis hve margir séu öryrkjar eða hættir störfum að einhverju eða öllu leyti vegna aldurs eða af öðrum orsökum. Þáttur þessi er metinn eftir reynslutölum. Það á við um hvorutveggja, lífslíkumar og starfslíkumar, að trygginga- fræðingar gera töflur um þessi atriði fyrir hvort kynið um sig. Ur þessum þremur þáttum um ávöxtun, lífslíkur og starfslíkur gera trygg- ingafræðingar töflur sem þeir notast við þegar þeir reikna út tjón vegna varan- legrar örorku. ítrekað skal að tillögur okkar vom byggðar á töflu sem gerð er fyrir heildina og ekki er skipt eftir kynferði. Tillaga okkar var í fyrsta lagi sú að hverfa frá þeirri tilhögun laganna að hafa einn og sama margföldunarstuðulinn, sem háður væri breytingum frá 26 ára aldri skv. ákvæðum 9. gr. í stað þess kæmi samfelldur margfeldisstuðull fyrir alla starfsævina, lækkandi með hækkandi aldri. Þannig yrðu ákvæði, hliðstæð lækkunarákvæðum 9. greinar, felld inn í stuðul 6. gr. laganna. Með þessu töldum við að fram næðist réttlátari niðurstaða um bætur fyrir fjárhagslegt tjón og það án þess að fórnað sé þeirri einföldun bótaákvarðana, sem fólst í setningu laganna. Að öllu athuguðu töldum við eðlilegt, að margfeldisstuðullinn yrði ákveðinn miðað við að skerðing vegna skatthagræðis og eingreiðslu væri 33,3%. Þessi tillaga var m.a. byggð á því að vaxtatekjur væru skattfrjálsar hjá bótaþega til framtíðar með sama hætti og verið hafði. Er þetta í samræmi við H 1995 937, þar sem segir að engin örugg vitneskja liggi fyrir um skattlagningu fjár- magnstekna og því séu ekki skilyrði til þess að taka áhrif slrkrar hugsanlegrar ákvörðunar inn í niðurstöðuna. Nú hafa verið sett lög um skattlagningu vaxtatekna, þannig að vaxtatekjur af höfuðstól bóta fyrir varanlega örorku verða skattlagðar. Af þessu leiðir að forsendur margfeldisstuðulsins, sem við gerðum tillögu um, hafa þegar raskast, þannig að hann þyrfti að hækka til þess að mæta áhrifum skattlagningarinnar. 243
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Tímarit lögfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.