Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1997, Page 25

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1997, Page 25
við lægra miskastig en 15 eða 10% hefur verið umdeild. Þá hefur það ekki síst verið gagnrýnt, að bætur skv. 8. gr. geti verið svo háar, að launafólki, sem fái bætur skv. 6. gr., beri iðulega mun lægri bætur heldur en hinum, sem ekki vinna fyrir tekjum og falla því undir 8. gr. Þannig kunni húsmóðir, sem einungis vinnur á heimili, að fá hærri bætur en húsmóðir, sem auk heimilisstarfa sinna, hefur stundað launað starf utan heimilis. Hér að framan í umfjöllun um 5. gr. var því lýst, að þrátt fyrir gagnrýni á notkun hins nýja fjárhagslega örorkumats gerðum við ekki tillögu um breytingu þar á. A það skal minnt, að eitt helsta markmið lagasetningarinnar var að taka upp fjárhagslegt örorkumat til þess að bætur yrðu ákveðnar í meira samræmi við raunverulegt einstaklingsbundið fjártjón heldur en hið læknisfræðilega örorkumat gefur kost á. Því markmiði var hins vegar ekki framfylgt nema að hluta, því enn er miðað við læknisfræðilegt örorkumat gagnvart hinum tekjulausu. Jón Erlingur Þorláksson tekur dæmi16 af tveimur konum sem verða fyrir slysi og hljóta 100% örorku. Önnur er húsmóðir en hin útivinnandi með 1.000.000 kr. tekjur á ári. Lögin færa hinni fyrmefndu 20 millj. kr. í heildarbætur en þeirri síðari 11,5 millj. kr. Það er óeðlileg niðurstaða að tekjur sem maður aflar geti orðið til þess að lækka bætur sem honum hefðu ella borið. í ljósi þessa teljum við nauðsynlegt að samræma og fella saman, að því marki sem kostur er, reglur lagagreinanna tveggja með það fyrir augum að draga úr misræmi bóta. Tekið skal þó fram, að slík samræming getur ekki orðið með þeim einfalda hætti að hækka einungis bætur til þeirra, sem falla undir 6. gr., heldur hlýtur hún jafnframt að leiða til þess, að bætur geti lækkað til þeirra, sem falla undir 8. gr. Með öðru móti teljum við tormerki á að varðveita megi það meginmarkmið, að einungis raunverulegt fjártjón sé bætt. í samræmi við þetta gerðum við eins og áður er getið í fyrsta lagi þá tillögu, að í 7. gr. verði tekin inn lágmarksárslaun sem viðmiðun við ákvörðun bóta og verði þau 1.400.000 kr. miðað við grunnvísitölu skaðabótalaganna. Þessi fjár- hæð er nokkru lægri en sú fjárhæð sem að framan var leidd af bótaupphæðum núgildandi 8. gr., þar sem við höfum reiknað okkur til um samsvörun þeirra bóta til mánaðar- o§ árslauna. Fjárhæðin svarar nánast til meðallauna land- verkafólks innan ASÍ á árinu 1994 eins og sést af eftirfarandi töflu: Tafla 5. Árslaun landverkafólks ASÍ1994 í krónum17 Verkakarlar 1.399.000 Afgreiðslukonur 1.075.000 Verkakonur 1.104.000 Skrifstofukarlar 1.694.000 Iðnaðarmenn 1.802.000 Skrifstofukonur 1.331.000 Afgreiðslukarlar 1.546.000 ASÍ landv.fólk meðaltal 1.414.000 16 Jón Erlingur Þorláksson, tilvitnað rit bls. 44. 17 Alþingistíðindi 1995-1996. A-deild, bls. 3341. 249
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.