Tímarit lögfræðinga - 01.12.1997, Page 26
I annan stað lögðum við til, að tekið væri upp fjárhagslegt örorkumat
gagnvart hinum tekjulausu, sem 8. gr. tekur til í stað hins læknisfræðilega
örorkumats. Yrði 8. gr. breytt í samræmi við það. Falli þar með niður 15%
stýfingin í greininni. Þannig yrði í öllum tilvikum gengið út frá fjárhagslegu
örorkumati, þótt slíkt mat hljóti eðli máls samkvæmt að byggjast á nokkuð
öðrum og veikari forsendum hjá hinum tekjulausu en þeim, sem 6. gr. tekur til.
Ef litið er til athugasemda, sem fylgdu frumvarpi til skaðabótalaga má sjá
skilgreiningu á þeim atriðum, sem ráða skulu við ákvörðun hins fjárhagslega
örorkumats. Vísast einkum til athugasemda með 5. gr. frumvarpsins. Þar segir
m.a.:
Það sem ræður úrslitum við ákvörðun bóta fyrir varanlega örorku samkvæmt þessari
grein er hvort tjónþoli tapar tekjum til frambúðar.
12. mgr. segir í almennum orðum við hvað eigi að miða þegar tjón vegna varanlegrar
örorku er metið. Annars vegar verður að meta hvaða atvinnutækifæri tjónþoli
hefði átt ef hann hefði ekki orðið fyrir tjóni og hins vegar atvinnutækifæri eftir
líkamstjón. I því skyni verður hverju sinni að afla upplýsinga um atvinnu hans og
tekjur fyrir og eftir tjónsatvik. Að því er varðar atvinnutækifæri eftir það skal vakin
athygli á því að í 2. mgr. er berum orðum vikið að því að líta skuli til þess hvort ætla
megi að tjónþoli eigi kost á vinnu sem sanngjamt er að ætlast til að hann starfi við.
Við slrkt sanngirnismat koma einkum til álita andlegir og líkamlegir hæfileikar
tjónþola, verkkunnátta hans, menntun og aldur. (Leturbreyting okkar)
Af ofangreindu má ráða að áherslan hvíli á mati á atvinnutækifærum
annars vegar fyrir slys og hins vegar eftir slys. í því skyni skuli líta til þeirra
þátta, sem í framhaldinu greinir. Ljóst er að sum þeirra hliðsjónaratriða, sem þar
eru nefnd, s.s. tekjur fyrir og eftir slys, geta ekki átt við um flesta þá, sem 8. gr.
tekur til. Þrátt fyrir það teljum við, að forsendur séu til þess að fram geti farið
fjárhagslegt örorkumat gagnvart 8. greinar einstaklingum með mismun á
atvinnutækifærum fyrir og eftir slys sem mælikvarða. Við mat á atvinnu-
tækifærum fyrir og eftir slys yrði m.a. að líta til starfshæfni og starfa við-
komandi tjónþola fyrr á ævinni, menntunar hans og starfsréttinda með það fyrir
augum að ákvarða, að hvaða marki þessir möguleikar hafi raskast. Við það mat
yrði gengið út frá andlegu og líkamlegu heilsufari viðkomandi tjónþola, eins og
það var fyrir slys, svo og aldri hans.
Ýmist má ætla að tjón geti valdið vanhæfni til þess að gegna ákveðnum
störfum eða almennt minnkaðri getu til þess að sinna að fullu starfi sem
viðkomandi þó ræður við. Taka má sem dæmi skurðlækni. Líkamlegur áverki
getur valdið því að hann verði að hætta sem skurðlæknir og verði þá að snúa sér
að öðru starfi. Annar áverki getur valdið því að skurðlæknirinn þurfi að stytta
vinnudag sinn þótt hann geti áfram sinnt starfinu. í báðum tilvikum þarf að
meta fjárhagslega örorku hins slasaða til örorkustiga skv. 3. mgr. 5. gr. laganna.
I tilviki heimavinnandi einstaklings yrði almennt að meta skert hæfi til
250